Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Fundavikan mikla

Allir virðast vera að rísa upp af sumardvala og vilja funda.  Mér finnst reyndar ágætt að vera á fundum ef þeir eru bara markvissir og skila einhverju, tveir tímar í kjaftæði er hræðileg tímasóun og leiðindi.  Áðan var ég á fundi sem tók bara rúman klukkutíma en skilaði árangri, þá kemur maður glaður heim..., það er einn fundur á morgun og annar á fimmtudaginn, vonandi verða þeir líka gleðilega markvissir og árangursríkir.

Ég er að verða eins og nemendur mínir sem þola alls ekki kjaftæði.  Það sem virkar best eru einföld fyrirmæli, stuttar útskýringar og tími til að vinna síðan sjálf.  Sennilega er ég í alvöru ung í anda og kannksi með snert af athyglisbresti...Wink

Nú þyrfti ég endilega að fara að drífa mig í hreyfingu á morgnana aftur, stilli klukkuna á 6 og tékka á stöðunni þá...


Tvítugsafmæli

Ég var í mjög skemmtilegri afmælisveislu í gær.  Leikskólinn Hádegishöfði í Fellabæ varð tvítugur á þessu ári og haldið var upp á áfangann í gær.  Dagskráin var vönduð og skemmtileg, gamlir og nýir nemendur sungu ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, m.a. frumsamið lag og texta eftir innfæddan Fellamann, Arnar Sigurbjörnsson. Stutt ávörp voru flutt þar var þess m.a. getið að foreldrar byggðu sjálfir leikskólann.  Sveitarfélagið lagði til efni en foreldrar byggðu..., ætli slíkt gæti gerst í dag??? Held að við ættum að reyna að nýta foreldrakraftinn meira en við gerum slíkt eykur á ábyrgð allra aðila og foreldrum finnst þeir eiga í stofnununni sem skiptir miklu máli.  Ég vildi allavega ekki hafa misst af því að hafa komið verulega að rekstri leikskólans á Hallormsstað þar sem öll börnin mín slitu leikskólaskónum. 

WizardEn til hamingju Hádegishöfði, takk fyrir frábæra veislu og gangi ykkur vel með starfið áfram.


Gyðja í skóginum

Nú er hátíð á Héraði, hátíðin okkar kallast Ormsteiti. Það er ein af þessum frábæru konum sem skipuleggur og stjórnar hátíðinni, konan heitir Lára Vilbergsdóttir og á skilið að fá orðu fyrir verk sitt...

Í dag var Hallormsstaðadagur, ég fór á hluta skógardagskrárinnar, tónleika með Eyvöru, þeir voru magnaðir, Eyvör er mögnuð, eiginlega einstaklega mögnuð, skógurinn er magnaður svo úr varð blanda sem snerti mann djúpt. Ég heyri enn trumbusláttinn...

Á morgun er fyrsti kennarafundurinn í ME á þessu skólaári, skólinn hefst svo á miðvikudaginn, skólinn er að hefjast, spennandi en samt dálítið skrýtið að sumarið sé búið.  Kom það einhvern tíma??? En nú eru suðvestanáttir í kortunum svo haustið virðist ætla að verða okkur ljúft.

Ég kveikti á kertum í kvöld, það sýnir líka að haustið er að koma, dulúð haustsins er spennandi, hvað ætli þetta haust beri í skauti sínu???


Rútínan hefst aftur

Það er ótrúlegt hvernig mannskepnan er innréttuð.  Hún hlakkar til að fara í frí og breyta til en svo finnst henni fínt að fara bara aftur inn í rútínuna, vakna á morgnana og láta daglegan rytma taka við aftur. Eða þannig er ég allavega, mér finnst haustið fínn tími, það er spennandi að byrja aftur að kenna, hitta nýja krakka og fara að vinna með þeim.  Þetta hefur mér fundist í 25 haust, er að hefja mitt 26. kennsluár þann 23. ágúst og mér finnst þetta enn skemmtilegt, ætli ég sé nokkuð alveg eðlileg????

Það rignir á þessu landshorni, það hefur kosti en það er leiðinlegt, eðlislæg bjartsýni mín segir mér að haustið hljóti að verða dásamlegt, bjart og hlýtt. Það þarf eiginlega að stytta upp svo hægt sé að tína ber og sveppi. Ég er nú ekki stórtæk í haustverkunum en með jólarjúpunum verður að vera hrútaberjahlaup og með hreindýrinu og gæsinni verður að vera lerkisveppasósa svo það þarf að viðra til haustverka einn dag eða svo.

Nú er allt að fara á fullt skrið í bæjarpólitíkinni, fyrsti bæjarstjórnarfundurinn, eftir sumarleyfi, á morgun. Á morgun er líka sameiginlegur fundur bæjarráða Fljótsdalshéraðs, Fjarðarbyggðar og Seyðisfjarðar vegna jarðgangnamála, á þennan fund mætir samgönguráðherra með föruneyti til að ræða þennan spennandi málaflokk við okkur.  Ég vona að niðurstaða fundarins verði sú að stefnt verði að heildarútboði á heilborðuðm göngum um allt Miðausturland, ég verð sífellt sannfærðari um að það er skynsamlegt og hagkvæmt að nýta þá miklu tækniþekkingu sem orðið hefur til hér við Kárahnjúka og þora að nýta sér nýja tækni og verkkunnáttu til að  bora í gengum öll okkar fjöll..., Jarðgöng eru lausn á samgöngumálum dreifðra byggða, við verðum að þora að nýta tæknina til að koma jarðgöngum sem víðast.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband