Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Jarðgöng og sjúkrahús

Í dag skrapp ég á Norðfjörð til að sækja tengdamömmu mína fyrrverandi, hún er búin að vera á Fjóðrungssjukrahúsinu á Neskaupsstað á þriðju viku. Hún lætur vel af vistinni, segir að á sjúkrahúsinu hafi hún fengið góða hjúkrun og umönun.  Maður getur samt ekki varist því að velta fyrir sér hversu mikilvægt er að stórbæta samgöngur á milli staða í þessum fjórðungi svo þetta fjórðungssjúkrahús standi undir nafni.  Á stað eins og hér á Miðausturlandi eru jarðgöng alger nauðsyn til að hægt sé að samnýta þjónustu og stofnanir á stóru svæði.  Mikið vona ég að hugmyndirnar um heilborun nái að verða að veruleika sem allra fyrst.

En það er frábært að vera í sumarfríi svo maður geti notið þess að vera á fundum....., eða notið þess að hafa tíma til að sinna pólitíkinni almennilega, er búin að vera á tveimur fundum í dag...

Fjóðrðungsmót hestamanna sem haldið er hér á Héraðinu nálgast óðfluga, það verður brjálað að gera hjá fjölskyldunni þessa helgi, en ég efast ekki um að það verði skemmtilegt líka...

Svo er það líkamsræktin, þar má ekki láta deigan síga, ætla að fara að sofa til að ég geti vaknað fersk klukkan 6 og skellt mér út að hlaupa ef veðrið er gott eða í ræktina ef spáin gengur eftir  og rigning lemur glugga Héraðsmanna á morgun, held reyndar að allir verði glaðir með tímabundna rigningu, það er allt að skrælna hérna...

 


Ritstífla í bland við leti

Nú verður ritstíflunni að linna og eitthvað að fara að gerast á þessari bloggsíðu...., ég var að ljúka viðtali við yndilegan 16 ára Pólverja og foreldra hans, strákurinn er að koma hingað í skólann í haust og virðist ákveðinn í að standa sig vel.  Ótrúlegt tungumál þessi pólska, ég skildi ekki eitt einasta orð þegar þau voru að spjalla sín á milli og túlka á víxl....

Nú er ég alveg að komast í sumarfrí, held að dagurinn á morgun verði síðasti vinnudagurinn, ég er nú reyndar búin að halda það í einhverja daga en nú held ég að þetta sé alvara...

Fram að mánaðamótum mun líf mitt snúast um hross og hestamannamót, en það er nú bara skemmtileg tilbreyting frá þróunarskýrslum, greiningum og viðtölum....

Ætla ekki að skrifa meira í bili en mun reyna að vera dugleg á næstunni og vera þá dálítið pólitísk...


Sumar framundan

Jæja þá er ég komin austur aftur, veðrið á Austurlandi er "aðeins" skemmtilegra en það var í höfuðborginni!!! Það er sumar hérna, aðeins vindur en yfir 15 stiga hiti... yndislegt.

Það er mikið um að vera í vinnunni núna, við erum að reyna að búa til nám fyrir þá krakka sem eru að koma til okkar í haust, en ekkert námsframboð sem við "eigum" hentar. Þar erum við mjög upptekin af því að nemendur fái tækifæri til að vinna með höndunum á fjölbreyttan hátt.  Þetta er afar nauðsynlegt, við ætlum að reyna að þjónusta vel afar erfiðan hóp sem er í mikilli brottfallshættu og í áhættuhópi um hvers kyns óæskilega hegðun.  Það er ekki fyrir það að þessir krakkar séu óalandi og óferjandi, langt frá því, þau eru bara ekki hneigð til bóklegs náms og skólakerfið virðist algerlega ráðalaust þegar það stendur frammi fyrir þessu bókhneigðarleysi, reynt er að móta alla í sama formið og þá er ósköp eðlilegt að einhverjir hætti að vera þægir og góðir, það er vitað að við erum eins misjöfn og við erum mörg, skólakerfið er bara "aðeins" seint að uppgötva það...

Er búin að vera dugleg að ganga, tók hring í skóginum í gærkvöldi og í morgun heimsótti ég Fardagafoss, ætla að taka skógarhringinn aftur í fyrramálið...

Allt á fulllu í pólitíkinni líka, fundur í stýrihópi um aðalskipulagsgerðina í gær og bæjarstjórnarfundur í dag, þar gat minnihlutinn auðvitað ekki setið á sér að röfla yfir sláturhúsinu, held að þau séu að verða stressuð yfir ásókninni í húsið, sjá að það verður þeim ekki til framdráttar að hafa verið svona á móti kaupum og uppbyggingu...


Í höfuðborginni

Nú sit ég í stúdentaíbúð dóttur minnar í Grafarholtinu, búin að lesa svolítið í morgun og er að búa mig í smágönguferð.

Er búin að hafa það fínt í borginni, ég elska vor í Reykjavík. Núna skín sólin en það er talsverður vindur, en ég er af þeirri stærðargráðu að ég þarf ekki að óttast að fara út í smágarra....

Lét loksins verða að því að ganga á Esjuna á miðvikudagskvöldið, er búin að ætla að gera það lengi en ekki passað fyrr en núna, hef alltaf verið að bíða eftir að það hentaði einhverjum að koma með mér, held að það hamli konum oft að þær eru of ragar við að gera hluti einar, karlar eru ófeimnari við það, braut ísinn með því að ganga ein með FÍ á Esjuna, það var frábært, erfitt en gott, harðsperrurnar eru betri í dag en í gær...

Fór í heimsókn í gamla Lækjarskólann, í Fjölgreinanámið, til hans Svenna í gær, þau eru að gera frábæra hluti þar, langar rosalega til að við gerum eitthvað í þessum dúr, heima á Fljótsdalshéraði, hlakka til að fara heim og byrja á litlum vísi sem vonandi dafnar og vex...

Í kvöld er það svo 25 ára útskriftarafmæli úr Kennó, hlakka til að hitta gamla vini þar....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband