Leita í fréttum mbl.is

Fundavikan mikla

Allir virðast vera að rísa upp af sumardvala og vilja funda.  Mér finnst reyndar ágætt að vera á fundum ef þeir eru bara markvissir og skila einhverju, tveir tímar í kjaftæði er hræðileg tímasóun og leiðindi.  Áðan var ég á fundi sem tók bara rúman klukkutíma en skilaði árangri, þá kemur maður glaður heim..., það er einn fundur á morgun og annar á fimmtudaginn, vonandi verða þeir líka gleðilega markvissir og árangursríkir.

Ég er að verða eins og nemendur mínir sem þola alls ekki kjaftæði.  Það sem virkar best eru einföld fyrirmæli, stuttar útskýringar og tími til að vinna síðan sjálf.  Sennilega er ég í alvöru ung í anda og kannksi með snert af athyglisbresti...Wink

Nú þyrfti ég endilega að fara að drífa mig í hreyfingu á morgnana aftur, stilli klukkuna á 6 og tékka á stöðunni þá...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það í fyrramálið sem klukkan verður stilt á 6  jæja, ég hlýt að hafa það af. Á ég að renna við í Kelduskógunum?

Rannveig (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Já Rannveig mín nú verður frestunaráráttunni sagt stríð á hendur, komdu við hjá mér, við þurfum að vera tímanlega til að fá hjól....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2.9.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband