Leita í fréttum mbl.is

Stóra kjördæmið mitt

Núna um hádegisbil munum við mæðgur setjast upp í okkar gamla góða avensis og aka heim til okkar í Egilsstaði - við reiknum okkur í það 7 tíma ef Öxi er ekki komin í vetrarbúning annars þurfum við víst 8.

Það er stórmerkilegt að upplifa það árið 2009 að hringvegurinn, þjóðvegur 1 er enn ekki fullkláraður - enn eru malarkaflar og einbreiðar brýr veruleiki á aðalþjóðvegi Íslands - mér finnst þarna eitthvað hafa brugðist í forgangsröðun - það getur ekki verið eðlilegt að fáfarnar stofnbrautir eru fulluppbyggðar á allan hátt meðan þetta er veruleikinn á hringveginum.  Austurland hefur greinilega orðið útundan í vegaframkvæmdum - sennilega vegna fjarlægðarinnar frá Reykjavík - mér finnst enginn geta útskýrt það fyrir mér hvers vegna staðan er þessi - en kjördæmahagsmunir koma sterkt upp í hugann þó enginn vilji viðurkenna slíkt. 

Mér finnst við, ríkisvaldið,  þurfa almennt að fara að forgangsraða - setja okkur framtíðarsýn og hvika síðan ekki frá henni þótt stundarhagsmunir geti ruglað menn í ríminu.  Framtíðarsýn í samgöngumálum er til og er allra góðra gjalda verð - en það vantar kannski einhverjar blaðsíður í hana.

En nú er ég að fara í eina af mínu mörgum vettvangskönnunum um þjóðveg eitt og er ekki til setunnar boðið þó mig langi til að skrifa um hjúkrunarheimili líka eftir fund um þau mál í morgun.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð sérlega yfir Öxi. Falleg vegastæði en getur auðvitað úr þessu lokast. Þetta hlýtur að vera á forgangi hjá fjárveitingarvaldinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband