Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ný skólavika

Jæja þá er ný skólavika hafin. Var í því leiðinlega verki áðan að tilkynna nemendum að þeir væru í vandræðum vegna slakrar mætingar. Umræður um hvers vegna ekki væri eins auðvelt að vakna í skólann og í vinnu fóru fram. Krakkarnir segja þetta tvennt ólíkt vegna þess að maður hugsi svo mikið um launin þegar vakna þarf til vinnu en þó maður viti að skólagangan sé nauðsynleg og gangleg sé erfitt að hugsa  svo langt fram í tímann. Þeim finnst mörgum hverjum hundleiðnlegt í skólanum.  Kynslóðin sem fæddist um miðja síðustu öld lét sig bara hafa leiðindin en 21.aldar kynslóðin hugsar öðruvísi og gerir ákveðnar kröfur um lífleika og tilbreytingu.  Verða kennarar að taka tillit til þeirrar kröfu eða eiga krakkarnir bara að aðlaga sig að okkur????

Ég finn meira að segja mun á börnunum mínum sem fædd eru á 11 ára tímabili, sú yngsta er ekki eins tilbúin til að fylla út hverja eyðufyllingabókina eftir aðra og þau eldri voru, hún vill meiri tilbreytingu.....

Við kennarar þurfum sennilega að hugsa okkar gang, ekki viljum við vera leiðinleg...


Jafnrétti og jöfnuður

Undanfarna daga eins og svo oft áður eru jafnréttismálin ofarlega í kollinum. Ræddi þau við ágætan karl í gærkvöldi. Hann taldi karla þurfa að fara að hugsa sinn gang því konur væru að yfirtaka flest svið þjóðlífsisns. Þegar lengi hefur verið ójafnvægi lítur hreyfing í átt að jafnvægi sennilega út sem yfirtaka. Þessar viðræður juku mér bjartsýni - baráttan fyrir jafnvægi og jafnrétti milli kynjanna er að skila árangri - áfram stelpur.

Á morgun munu konur í Samfylkingunni halda baráttufund í Reykjavík í tengslum við aðalfund Kvennahreyfingarinnar. Ég ætla ekki að vera þar því ég ætla að vera í verki sem karlar hafa oftar sinnt en konur, ég ætla að vera þulur á Ístölti 2007 á Eiðavatni.

Spennandi tímar eru framundan, jafnaðarstefnan á góða möguleika á að breyta því ójafnvægi sem verið hefur í íslensku samfélagi allt of lengi. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist og kraftur auðsins er nánast ótakmarkaður. Nú yfirtökum við íslenskt samfélag og breytum þessu. Íhalds- og peningaöflin eru farin að hugsa sinn gang því þau eru skíthrædd við yfirtökumöguleika okkar. Hræddust eru þessi öfl við okkar flotta formann og láta því ekkert tækifæri ónotað til að rægja hana og ófrægja. Látum það ekki hafa áhrif á okkur - við jafnaðarfólk stöndum saman að því að auka jöfnuð, jafnrétti og jafnvægi á öllum sviðum samfélagsins.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband