Leita í fréttum mbl.is

Rútínan hefst aftur

Það er ótrúlegt hvernig mannskepnan er innréttuð.  Hún hlakkar til að fara í frí og breyta til en svo finnst henni fínt að fara bara aftur inn í rútínuna, vakna á morgnana og láta daglegan rytma taka við aftur. Eða þannig er ég allavega, mér finnst haustið fínn tími, það er spennandi að byrja aftur að kenna, hitta nýja krakka og fara að vinna með þeim.  Þetta hefur mér fundist í 25 haust, er að hefja mitt 26. kennsluár þann 23. ágúst og mér finnst þetta enn skemmtilegt, ætli ég sé nokkuð alveg eðlileg????

Það rignir á þessu landshorni, það hefur kosti en það er leiðinlegt, eðlislæg bjartsýni mín segir mér að haustið hljóti að verða dásamlegt, bjart og hlýtt. Það þarf eiginlega að stytta upp svo hægt sé að tína ber og sveppi. Ég er nú ekki stórtæk í haustverkunum en með jólarjúpunum verður að vera hrútaberjahlaup og með hreindýrinu og gæsinni verður að vera lerkisveppasósa svo það þarf að viðra til haustverka einn dag eða svo.

Nú er allt að fara á fullt skrið í bæjarpólitíkinni, fyrsti bæjarstjórnarfundurinn, eftir sumarleyfi, á morgun. Á morgun er líka sameiginlegur fundur bæjarráða Fljótsdalshéraðs, Fjarðarbyggðar og Seyðisfjarðar vegna jarðgangnamála, á þennan fund mætir samgönguráðherra með föruneyti til að ræða þennan spennandi málaflokk við okkur.  Ég vona að niðurstaða fundarins verði sú að stefnt verði að heildarútboði á heilborðuðm göngum um allt Miðausturland, ég verð sífellt sannfærðari um að það er skynsamlegt og hagkvæmt að nýta þá miklu tækniþekkingu sem orðið hefur til hér við Kárahnjúka og þora að nýta sér nýja tækni og verkkunnáttu til að  bora í gengum öll okkar fjöll..., Jarðgöng eru lausn á samgöngumálum dreifðra byggða, við verðum að þora að nýta tæknina til að koma jarðgöngum sem víðast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband