Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
8.5.2007 | 13:36
Gleðin eykst með degi hverjum
Jafnaðarmenn um allt land eru að vakna og sameinast. Það er alltaf gaman að vera til, ekki síst á degi sem þessum.
Búin að fara á Seyðisfjörð í morgun með Einari Má. Við heimsóttum frystihúsið og félagsmiðstöð eldri borgara. Kosningabarátta er frábært tækifæri til að fræðast um atvinnu, staðhætti og líf fólks sem býr við annars konar aðstæður en maður sjálfur. Seyðisfjörður er frábær staður og fólkið þar sérstaklega duglegt og skemmtilegt, engin svartsýni þar - en Seyðfirðingar vilja framþróun sem þeir telja fyrst og fremst fólgna í jarðgöngum til Héraðs og áfram til Fjarðarbyggðar. Innilega sammála þeim.
Nú sit ég yfir í prófi, sit yfir 7 ungmennum sem eru með dyslexíu eða athyglisbrest svo þau þurfa dönskuprófið lesið upp fyrir sig, þá þjónustu veitum við með glöðu geði til að allir fái notið sín.
Hef þá sterku trú að engum sé betur treystandi fyrir menntamálum þjóðarinnar en jafnaðarmönnum sem hafa þá lífssýn að allir eigi af fá jöfn tækifæri til að spreyta sig. Til þess þurfum við að komast í ríkisstjórn með sterka stöðu, berjumst til síðustu mínútu fyrir draumi okkar um samfélag þar sem allir eiga sömu möguleika.
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2007 | 06:51
Prófadagur
Í dag setjast nemendur mínir í stærðfræði við prófborðið og reyna að koma því til skila sem þau hafa lært þessa önnina. Mér finnst ég líka vera að fara í próf, með aðeins öðrum áherslum þar sem það er metið hvernig hefur mér gengið að miðla námsefninu til nemenda minna.
Ég er líka með frábæra utanskólanemendur þar á meðal konu á áttræðisaldri á Vopnafirði, ég dáist að kraftinum í henni, henni finnst stærðfræðin erfið en hún gefst ekki upp, ég vona að henni og öllum hinum nemendum mínum gangi vel á eftir.
Ég er svolítið hugsi yfir því hvað stærðfræðin reynist mörgum erfið, ég veit að það hefur ekkert með greind hinna frábæru ungmenna dagsins í dag að gera. Mér sýnist vandinn helst liggja í því að þau eiga erfitt með að einbeita sér að verkefninu og sökkva sér ofan í það. Hluti af málinu er líka kennsluaðferðirnar, þær eru ekki í takt við lífsmynstur ungs fólks sem flakkar á milli sjónvarpsrása, hendist um í hröðum tölvuleikjum, er á msn um leið og það horfir á sjónvarpið og svarar sms-unum. Við þurfum að aðlaga kennsluna að nýrri kynslóð um leið og við kennum krökkunum líka að sökkva sér ofan í verkefni sem reyna á hugann, til að þau geti upplifað ánægjuna yfir réttri lausn eða vel unnu verkefni. Þannig þarf að nýta það besta úr því gamla og bæta spennandi nýjum aðferðum við.
En ég held að það þurfi að byrja á kennaramenntuninni og það þarf að gera stórátak í endurmenntun kennara líka til að koma nýjum hugmyndum að. Það ætti frekar að verja fé til þess en í skýrsluskrifin miklu sem viðhafast í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar þar sem hver skýrslan á fætur annarri er skrifuð jafnvel um sama efnið. Ég er t.d. búin að nota margar vinnustundir í að svara spurningarlistum og skrifa greinargerðir sem birst hafa í skýrslum ÞK en mér finnst hún ætti nú að fara að láta verkin tala, en aumingja konan hefur auðvitað svo mikið að gera núna við að þeytast spariklædd um landið til að skrifa undir kosningavíxla að það er ekki hægt að ætlast til þess að hún sér að vinna ungmennum landsins gagn!!! Í þessu mikilvæga ráðuneyti þarf nauðsynlega að skipta um kerlingu í brúnni, við þurfum einhverja sem hefur styrk til að lesa skýrslurnar, gera aðgerðaráætlanir og byrja svo...., þar þarf að sjálfsögðu jafnaðarhugsun og jafnaðarverk þarna inn eins og alls staðar annars staðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 16:16
Afrekaskrá Sjálfstæðisflokksins
Þegar ég las þessa frétt fór ég að spá í hvað það væri sem tryggði Sjálfstæðisflokknum fylgi, ætli það sé:
Íraksstríðið
Fjölmiðlafrumvarpið
Aukin skattbyrði þeirra sem lægstar tekjur hafa
Fjársvelti framhaldsskólanna
Einkavæðing grunnnets símans með tilheyrandi misvægi dreyfðra og þéttra byggða
Misvægi í tekjustofnum ríkis og sveitafélaga
Ófaglegar stöðuveitingar
.... osfrv.?????
Eða er það bara framsókn sem á ofantöld afrek og þeim því refsað fyrir????
Þorum við - getum við - viljum við ekki örugglega öll skipta um gír..... og stefna ótrauð áfram með aðra sýn og aðrar áherslur....
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 15:25
Rósir og jass
Í gær héldum við áfram að útdeila rósum, nú á Egilsstöðum, við KHB og Bónus, þetta er frábærlega skemmtilegt starf. Fólk verður svo skemmtilega undrandi þegar því er rétt rós, ein kona sagðist ekki muna eftir að sér hefði áður verið gefin rós..., hún sagðist hugsa fallega til fólks á kjördag sem stæði með bros á vör, afhenti rósir og ræddi jöfnuð...
Rósirnar eru virkileg að skila ætlunarverki sínu...
Eftir að hafa hlýjað mér örlítið ók ég yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar til að fagna 50 ára afmæli Leikfélags Seyðisfjarðar. Það verður frábært þegar göngin verða komin, þá geta Seyðfirðingar og Héraðsmenn svo auðveldlega samnýtt húseignir, þjónustu. menningu og svo ótal margt fleira.
Afmælissýningin var frábær hjá leikfélaginu, stiklað var á stóru í 50 ára sögu í leiklestri og söng.
Síðan var farið yfir á kosningaskrifstofuna okkar á Seyðisfirði og hlustað á þennan fína jass hjá Einari Braga og félögum hans. Og síðan gátum við fengið okkur snúning í Herðubreið áður en við fórum heim til Gullu þar sem ég fékk gistingu og síðan 5 stjörnu morgunverð í morgun framreiddan með góðum skammti af pólitískri bjartsýni og jarðgangnaspjalli. Ég varð skelfingu lostin þegar ég leit út um gluggann um hádegisbilið og sá slydduna berja rúðurnar, hélt að Fjarðarheiðin væri að verða leiðinleg og dreif mig heim, en hlýindin voru það mikil að ekkert festi á veginum og ég var komin heim um eittleytið.
Varð húsmóðir í klukkutíma mundaði klósetburstann og uppþvottaburstan með hálfviðvaningslegum hætti eftir margra vikna vanvirkni á þessu sviði, þvottavélin fékk líka aðeins að kenna á því.
Nú sitjum við Berglind Rós á kosningaskrifstofunni með sína fartölvuna hvor og vinnum okkar verk. Hún þarf að ljúka svona eins og 100 deilingadæmum en ég þarf að skipuleggja næstu viku.
Þessi skemmtilega kosningabarátta er að verða búin, endaspretturinn að vísu eftir, hann þarf að vera snarpur en það er ekkert mál með því góða liði sem við erum með hérna fyrir austan. Jafnaðarmenn hafa frábæran málstað sem auðvelt er að berjast fyrir. Við þurfum að skipta um mælikvarða í íslensku samfélagi þann 12. maí, núverandi mælikvarði er peningalegur gróði fárra, mælikvarðinn sem við þurfum að fá staðfestan þann 12. maí er jöfn tækifæri allra Íslendinga til að lifa mannsæmandi lífi. Ég heiti á þjóðina mína að þora að breyta um kúrs núna þegar tækifæri gefst - koma svo...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 08:24
Aukin misskipting
Vorskýrsla hagdeildar ASÍ var kynnt í gær. Þar kemur í ljós að ríkisvaldið er alls ekki að standa sig í því að nýta þær leiðir sem það hefur með skattkerfinu til að jafna kjör fólks. Skattbyrðin er mest hjá þeim sem hafa lágar og meðal tekjur því enn er það skattaprósentan sem er lækkuð en skattleysismörk ekki hækkuð. 10% fjármagnstekjuskattur gagnast ekki vel þeim sem ekkert fjármagn eiga...., og svo mætti lengi telja.... Jöfnuður er það sem íslensk alþýða þarf á að halda...
Við Einar heimsóttum nokkra vinnustaði á Egilsstöðum í gær og brunuðum svo á Borgarfjörð til að hitta Borgfirðinga og ræða við þá um pólitík. Sáum mjaldinn í Njarðvík því miður ekki. Á Borgarfirði ræddum við mest samgöngu - og atvinnumál, Borgfirðingar eru bjartsýnir að eðlisfari en langeygir eftir samgöngubótum.
Fundurinn var haldinn í fallegu húsi, Vinamynni, sem hýsir félagsaðstaðu eldri borgara, húsið er gjöf frá Borgfirðingi sem arfleiddi félag eldri borgara á staðnum að eigum sínum. Veitingarnar voru frábærar framreiddar af henni Kristínu í Framnesi. Mér leið vel á leiðinni heim, rík að skemmtilegum samskiptum við gott og duglegt fólk.
Í dag ætlum við að heimsækja sjúkrahúsið á Egilsstöðum og gefa Reyðfirðingum kakó og kleinur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 07:39
Ameríska kerfið í hnotskurn
Ég missti nú málið um stund þegar ég las þessa frétt. Hvert erum við eiginlega komin í þessu ríka samfélagi okkar??? Jú við virðumst stefna hraðbyri til USA þar sem samhjálparhugtakið er lítt í heiðri haft en einstaklingshyggjan þeim mun meira. Borgaðu eða farðu í mál ella....
Stefna Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn! Getur verið að meirihluti þjóðarinnar vilji láta þennan hugsunarhátt stjórna áfram landinu og borginni???
Málið er háalvarlegt, í þjóðfélagi þar sem 5000 börn búa við fátækt, mun þessi pólitík bara leiða til eins og það er meiri fátæktar þeirra og þar með stóraukinnar stéttaskiptingar á Íslandi.
Ég bið ykkur Íslendingar....., íhugið það val sem við stöndum frammi fyrir þann 12. maí, bandaríska kerfið með því að kjósa Íhaldið eða Norræna velferðarkerfið með því að kjósa Jafnaðarmenn.
Þegar dagur rennur í dag verður strax settur plástur á þetta tiltekna mál en látum ekki blekkjast það er bara helblár kosningaplástur Íhaldsins.
Ósátt við dagvistina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 19:32
Prófatími og sumar
Fyrsta prófið í ME var í morgun, það er hlutverk mitt og samstarfskvenna minna í Nemendaþjónustunni að skipuleggja hvers kyns sérþjónustu í prófum. Það er ótrúlegt hversu margir þurfa að vera í fámenni í prófunum, ég held að athyglivandi sé eiginlega erfiðari en námsvandi, það verður allt svo erfitt ef maður getur ekki einbeitt sér...
Hjólaði í og úr vinnu í fráááábæru veðri... það er ekki bara vor á Fljótsdalshéraði það er komið sumar, asparilmurinn liggur yfir bænum....
Bæjarstjórnarfundur tók síðan við þar sem mikið var talað um málefni Brúarásskóla og frábær sóknarfæri þess skóla, þar er hægt að gera enn frábærari skólastofnun með leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla undir sama þaki...
Í kvöld er síðan samvera á kosningaskrifstofunni og á morgun förum við Einar á Borgarfjörð, nóg að gera en kosningabarátta er skemmtileg því maður hittir svo mikið af fólki...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:22
1. maí
Dagurinn í dag er búinn að vera frábær, veðrið einstakt, lerkið útsprungið og himneskt á litinn, þessi himneski litur á ekkert skylt við pólitíska grænrófið til þess er hann of fallegur...
Byrjaði daginn á því að fara í baráttumorgunverð á Hótel Héraði, hlustaði þar á upplestur og tónlistarflutning og hátíðarræðu flokksbróðursins Magnúsar Norðdals sem talaði um skynsemi og byltingu sem öflin í stéttarbaráttu og einnig var honum tíðrætt um jafnrétti og launamun kynjanna.
Eftir það skellti ég mér á firmakeppni Freyfaxa og Fellabakarís sem fram fór á Stekkhólma. Berglind Rós dóttir mín var að keppa, stóð sig eins og hetja og sigraði barnaflokkinn. Ég var í þulshlutverkinu eins og venjulega, finnst það ágætt... yfirgaf samkomuna um þrjúleytið og skellti mér á kosningaskrifstofuna, þar voru frábærir tónlistarmenn "Dætur Satans og .... , man ekki meir, man bar að það voru mörg r í því..., krafturinn og gæðin voru frábær, Dúrra las ljóð og var yndisleg eins og alltaf, ég ávarpaði gestina stuttlega og sagði frá henni ömmu minni sem hefði orðið 106 ára í dag og hafði heilmikil áhrif á mig....
Góður dagur, upplifi samkennd með verkalýðnum, vona að hann upplifi samkennd með flokknum mínum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar