Leita í fréttum mbl.is

1. maí

Dagurinn í dag er búinn að vera frábær, veðrið einstakt, lerkið útsprungið og himneskt á litinn, þessi himneski litur á ekkert skylt við pólitíska grænrófið til þess er hann of fallegur...

Byrjaði daginn á því að fara í baráttumorgunverð á Hótel Héraði, hlustaði þar á upplestur og tónlistarflutning og hátíðarræðu flokksbróðursins Magnúsar Norðdals sem talaði um skynsemi og byltingu sem öflin í stéttarbaráttu og einnig var honum tíðrætt um jafnrétti og launamun kynjanna.

Eftir það skellti ég mér á firmakeppni Freyfaxa og Fellabakarís sem fram fór á Stekkhólma. Berglind Rós dóttir mín var að keppa, stóð sig eins og hetja og sigraði barnaflokkinn. Ég var í þulshlutverkinu eins og venjulega, finnst það ágætt... yfirgaf samkomuna um þrjúleytið og skellti mér á kosningaskrifstofuna, þar voru frábærir tónlistarmenn "Dætur Satans og .... , man ekki meir, man bar að það voru mörg r í því..., krafturinn og gæðin voru frábær, Dúrra las ljóð og var yndisleg eins og alltaf, ég ávarpaði gestina stuttlega og sagði frá henni ömmu minni sem hefði orðið 106 ára í dag og hafði heilmikil áhrif á mig....

Góður dagur, upplifi samkennd með verkalýðnum, vona að hann upplifi samkennd með flokknum mínum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og hugdjarfi trúboðinn.

Hvað eru mörg r í því?

Tjörvi (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Takk, hugdjarfi trúboði, það var einhver lopi í hausnum á mér í gærkvöldi svo ég gat ekki munað öll þessi r... og takk fyrir tónlistina, við þurfum svo að setjast niður og ræða pólitík betur....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband