Leita í fréttum mbl.is

Umræður í sjónvarpssal

Horfði á kosningasjónvarpið frá Norðaustrinu áðan, var ánægð með minn mann, það eru afar fáir sterkari en hann í umræðu um samgöngumál og flutningsmál. Saknaði meiri umræðu um Austfjarðagöng og lét fara verulega í taugarnar á mér tafs stjórnarflokkanna um að bara sé hægt að byggja ein göng í einu..., af hverju er þá ekki bara smíðuð ein brú í einu???

Valgerður var pirruð, hún lét atlögur Kristjáns fara í taugarnar á sér, hún er kannski orðin leið og útbrunnin í starfi eftir 20 ár, mikið hefði verið snjallt hjá henni að hætta bara áður en pirringurinn náði sér á strik...

Steingrímur stóð sig vel en sagði fátt, "fæst orð hafa minnsta ábyrgð" er kannski stíllinn þegar flokkurinn manns er að verða stór...

Nú sit ég á kosningaskrifstofunni, aðeins búin að ræða málin við tvo unga menn og enn yngri menn leika sér með blöðrur hér frammi, kosningabaráttan setur skemmtilegan svip á bæinn..

Í kvöld ætla ég svo með Eydísi vinkonu minni á leikrit sem heitir "The power of love" sem hún Halldóra Malen Egilsstaðaleikmær er að sýna hérna í Sláturhúsinu, en fyrst þarf ég að fara á meirihutafund til að undirbúa bæjarstjórnarfund á miðvikudagskvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband