Leita í fréttum mbl.is

Neikvæð umræða

Mér finnst vont þegar umræða á erfiðum tímum í lífi íslensku þjóðarinnar er notuð til að gera svartnættið enn svartara en það er og er notuð til að slökkva þá vonarneista sem lifa í þjóðinni um að við munum komast út úr erfiðleikatímabilinu sem við erum í.

Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn duttu í þann forarpoll í umræðunni í þinginu í dag - málefnanleg umræða um innihald samnings, vaxtaprósentu og fleira er eðlileg og í henni felst hið eðlilega aðhald sem stjórnarandstaða á að veita stjórnvöldum.  En fullyrðingar um að heilbrigðisþjónusta og tryggingakerfi væru að komast á það stig að líf almennings sem veiktist væri í stórhættu stæðum við við skuldbindingar okkar til handa breskum og hollenskum innlánseigendum icesavereikninga.  Hvað ætli þetta sama fólk myndi segja ef Íslendingar hefðu átt slíkar innistæður í erlendum bönkum við svipaðar aðstæður???

Enginn vill í raun greiða þessa rúma 600 milljarða - en - sem þjóð sem vill láta taka mark á sér á alþjóðavettvangi verður að vera trúverðug - það að standa við skuldbindingar er hluti af því. 

Ég get því ekki séð annan möguleika en að borga - en vil um leið að allt sem mögulegt er verði gert til að hámarka eignir á móti, bæði bankans og eigenda hans og alls mögulegs réttlætis verði gætt.

Mér finnst að við sem sitjum á þingi og annars staðar við stjórnvöl eigum að gefa raunsanna mynd af ástandinu um leið og vinnum af því hörðum höndum að finna leiðir til að lágmarka skaðann og mér finnst hlutverk okkar líka vera að tala kjark í þjóðina okkar - óuppbyggilegt svartsýnisraus á ekki heima í okkar munnum.

Var að kaupa mér bókina Hrunið eftir Guðna Th Jóhannesson - kaflaheitin eru ekki mjög upplífgandi: óveðursský, brotsjór, rekald, skipbrot, tundurskeyti, neyðarkall, svikalogn, uppreisn og nýju landi náð?  Síðasta kaflaheitið gefur þó ákveðna vonarglætu. Smile Hlakka til að glugga í hana - held að hún sé á mannamáli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já ...ætla líka að lesa "Hrunið"!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband