Leita í fréttum mbl.is

Hver veit hvað er best???

Framkvæmdavaldið hefur tekið ákvörðun um að undirrita samning um uppgjör á illræmdum Icesave reikningum. Ákvörðunin um að gera það hefur ekki verið auðveld eða léttbær - en ábyrg...

Við vorum ábyrgðamenn og skuldin féll á okkur.

Til að byggja upp traust og trúverðugleika Íslands í alþjóðlegu samhengi verðum við að sýna að við ætlum að standa við skuldbindingar okkar, vonandi fyrst og fremst með því að nýta eignir sem til eru og virðast ágætlega seljanlegar.

Við erum öll sammála um að auðvitað ættu hönnuðir þessarra reikninga að bera ábyrgðina og það er hægt að hafa þá skoðun að sparifjáreigiendurnir ættu líka að vera ábyrgir - ávöxtunin sem boðið var upp á á Icesavereikningum var svo há að það hlýtur að hafa vakið grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist.  Ótrúlegt hversu margir létu blekkjast, einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög, breskir og íslenskir eftirlitsaðilar - loftbóluávöxtun með græðgismengaðri frjálshyggjuhugsun gekk vel í marga - með hörmulegum afleiðingum - en það þýðir ekkert annað en að vinna ötullega í tiltektinni eftir frjálshyggjustorminn sem skilur eftir skít í öllum hornum. Við verðum bara að læra af reynslunni....

Ég er búin að eiga góða daga fyrir austan - funda mikið, fara með dóttur minni á skólaslit, fara á minningardagskrá um Hákon Aðalsteinsson á Skjöldólfsstöðum og margt fleira.

Það eru ákveðin forréttindi að fá að lifa lífi sem er skipt á milli landsbyggðar og höfuðborgar og fá að njóta gæða beggja svæðanna.  Hlakka til að fara suður á morgun og takast á við viðfangsefnin þar af heilum hug því stöðugt fleiri lausir endar hér fyrir austan eru að verða hnýttir í ágætis hnúta.

En nú þarf að fleygja folaldakótilettunum á grillið...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband