Leita í fréttum mbl.is

Heildarmynd

Það er búið að vera yndislegt að vera heima í fríi um helgina, gott að vinna líkamlega vinnu, þrífa íbúð og bíl, þvo þvottinn og elda mat...

Það var ekki skemmtilegt að samþykkja hækkanir á vörugjöldum fyrir helgi sem hækka húsnæðislán landsmanna um 0,5% - en ljóst er að það eru fleiri erfiðar ákvarðanir framundan sem nauðsynlegar eru til að takast á við fjárlagahallann.  Mér finnst verðhækkanir þessarra vöruflokka sérstaklega áfengis og tóbaks í góðu lagi - en geri mér grein fyrir því að eldsneytishækkunin bitnar mest á mínum hópi - fólkinu á landsbyggðinni, það er hópur sem þarf svo sannarlega að eiga sterka málsvara allsstaðar.

Ég vona að heildarmynd sjáist sem fyrst svo almenningur geri sér grein fyrir því að það verða ekki bara álögur á hann sem fylla á í gatið með, heildaráætlun er í smíðum þar sem sparnaður á öllum hugsanlegum sviðum er vonandi meira áberandi en álögur á þegar skuldsetta íbúa landsins.  Þessi sparnaður má þó ekki skerða velferðarkerfið okkar þannig að því blæði á kostnað þeirra sem mest þurfa á velferðinni að halda.

Svo les maður blöðin og sér þar umfjöllun um krosstengsl, arðgreiðslur og loftbólufjárfestingar þar sem upphæðirnar eru vart skiljanlegar venjulegu launafólki og gerir sér grein fyrir því að margur hefur orðið api af aurum sínum og misst vit og siðferði og látið græðgina stjórna sér algerlega - og þjóðin borgar...

Ég er búin að eiga góða helgi með börnunum mínum, finn að þau þurfa mikið á mömmu sinni að halda þá loksins hún er heima..., við fórum og fengum okkur að borða á Gistihúsinu á Egilsstöðum á laugardagskvöldið - frábær matur í fallegu umhverfi hússins sem langafi þeirra er alinn upp í.

Bíll og íbúð þrifin, hjólað um bæinn og keyptur ís og svo grillað læri í gærkvöldi, amman á Ketilsstöðum kom og borðaði með okkur - hefði gjarnan viljað hafa hina ömmuna líka.

Svo er það borgin í kvöld eða fyrramálið og heim aftur á ýmsa fundi á miðvikudag og fimmtudag... lífið er flug....

Njótið þess sem eftir lifir þessarar hvítasunnuhlegar með fólkinu ykkar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir þessa pælingu um jafnvægið!

Guðrún Helgadóttir, 3.6.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband