Leita í fréttum mbl.is

Sumarvinna fyrir skólafólk

Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég er mjög hugsi yfir líklegu atvinnuleysi ungs fólks í sumar.  Íslenskir unglingar hafa vanist ţví ađ vinna meiri hluta sumarsins, sumir fyrst og fremst til ađ ná sér í vasapening, ađrir til ađ fjármagna skólagöngu sína nćsta vetur. Ţađ eru ekki síst krakkar utan af landi sem eru mjög háđir sumartekjunum sínum til ađ geta stundađ nám á vetrum, ţessir krakkar munu berjast fyrir ţví ađ fá vinnu og mörg munu ná ţví markmiđi sínu en einhver ekki og ţađ mun gera ţeim afar erfitt fyrir međ áframhaldandi nám. 

Í raun og veru vćri allt í lagi ađ 16 - 20 ára gamlir námsmenn tćkju sér bara frí í 4 - 6 vikur, en ţeir eru óvanir ţeirri tilhögun og ţví ákveđin hćtta á ađ neikvćđ áhrif atvinnuleysis slćgu ţá illa.  Vonandi skella ţessir krakkar sér í sumarskóla og flýta fyrir sér í náminu ţannig og eru í uppbyggilegu ferli međ sjálf sig um leiđ.

Stúdentar á námslánum sem ekki fá vinnu eru ţannig settir ađ ţeir eru háđir fjárhagsađstođ sveitafélaga til ađ geta lifađ af, ef ţeir kúrsar sem bođiđ er uppá í sumar henta ekki ţeirra námsferli.  Vonandi verđa mörg sveitafélög međ átaksverkefni svo bjóđa megi ţessum krökkum vinnu frekar en einhliđa styrkgreiđslu fyrir ekkert...

Unglingar sem hafa ekkert ađ gera annađ en ađ mćla göturnar, horfa á allar Friendssyrpurnar eđa hanga á facebook daginn langan eru í ákveđnum áhćttuhópi varđandi alls kyns félagsleg vandamál ţví upp úr leiđindum getur manni dottiđ ýmislegt misviturlegt í hug til ađ "drepa" tímann međ.

Sveitafélög eru á fullu ađ skođa ţessi mál, skólarnir og fleiri - međvitundin um verkefniđ heldur okkur vonandi á tánum...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvađ sem segja má um Gunnar I. Birgisson er hann einmitt ađ bćta viđ 700 sumarstörfum í Kópavogi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 30.4.2009 kl. 17:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband