Leita í fréttum mbl.is

Nýr starfsvettvangur

Ég hef ekki verið í því á hverju ári að skipta um starf - hef verið ánægð með þá vinnustaði sem ég hef valið mér og ekki séð ástæðu til þess að vera að skipta ótt og títt.

En nú er ég búin að ganga í gegnum afar sérstakt atvinnuumsóknarferli sem krafðist ýmislegs en gaf meira, það voru margir umsagnaraðilar og margir fengu að greiða atkvæði. Ég fékk starfið til ákveðins tíma og ljóst er að ef ég vil halda því þarf ég að vinna vel og vanda mig.  Þessu gerði ég mér grein fyrir í gær þegar ég byrjaði í nýja starfinu - það var einstök tilfinning að ganga inn í Alþingishúsið, heilsa upp á tilvonandi samstarfsfólk og skoða aðstæður - ég var hrærð og auðmjúk og þakklát því fólki sem gaf mér umboð til starfsins.

Ég mun ekki tjá mig um stjórnarmyndunarviðræður, það gerir forystufólkið okkar þegar það er tímabært - ég vona bara að við náum samstarfsgrundvelli við núverandi samstarfsaðila með góðri og gildri aðferðafræði þar sem báðir aðilar fá að halda virðingu sinni.

Það eru að verða talsverðar breytingar á lífi litlu fjölskyldunnar í Kelduskógum, með Kelduskógana sem okkar aðalheimili en starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu, við munum þó verða eins mikið og nokkur kostur er hér fyrir austan í vor og sumar svo örverpið geti a.m.k. lokið skólaárinu og ég treyst böndin við kjósendur enn frekar.

Ég hlakka til breytinganna og nýja starfsins, það er engin lognmolla framundan sem betur fer því hún er hundleiðinleg og lítið krefjandi - það er nausynlegt að kljást við eitthvað spennandi til að halda heilabúinu við...

Megið þið eiga góða vordaga, kæru lesendur og takk fyrir allar góðu kveðjurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hjartanlega til hamingju með nýja starfið, ég veit að þú ert vel að því komin. Síðustu metrarnir í talningunni voru afleitir, en samt var ég allan tímann með þá hugsun að þú kæmist á þing. Það sagði ég líka við þig á frú Lúlú. Gangi þér vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.4.2009 kl. 14:24

2 identicon

Ég óska þér innilega til hamingju með árangurinn og um leið velfarnaðar í nýju og spennandi starfi. Hlakka til að fylgjast með þér vinna fyrir okkur!

Álfheiður Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband