26.4.2009 | 10:40
Sérstök nótt
Hef aldrei lifað svona nótt, er ekkert óvön að vinna og sviptast svolítið - en þetta var öðruvísi sviptivindur en ég hef áður lent í - en allt er gott sem endar vel...
Nýtt krefjandi starf bíður mín - ég hlakka til að takast á við það af auðmýkt og vinnusemi, með það í huga að ég á að hlusta og horfa og vinna í samræmi við það sem ég sé og heyri - en af ákveðni og einurð.
Ég er óendanlega þakklát því fólki sem hefur lagt nótt við dag til að vinna jafnaðarstefnunni brautargengi hér í kjördæminu, hér hefur verið unnin frábær teymisvinna frambjóðenda, kjördæmisráðs, kosningastjórnar, almennra flokksmanna og kjósenda - þið eruð frábær - takk fyrir mig.
Fjölskylda og vinir eru líka búin að styðja við mig eins og klettar - takk elskurnar
En nú ætla ég að njóta dagsins með börnunum mínum og öðrum sem vilja njóta hans með mér...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með nýja starfið Það verður svo sannarlega erfitt og krefjandi og ég treysti þér fullkomlega í það
Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 10:47
Frábært,- til hamingju,-
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.4.2009 kl. 11:23
Hamingjuóskir héðan...nú hefst starfið
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:00
Til hamingju með nýja starfið - öfunda þig reyndar ekki!
Kaus "þig" ekki heldur (ekkert persónulegt), en nú er vonandi vilji til þess á þingi að halda peningaeigendafulltrúunum frá kjötkötlunum.
Mér sýnist í fljótu bragði að nú sé meira af "venjulegu" fólki á þingi en áður sem er hið besta mál - lögfræðingastóðið hefur a.m.k. eitthvað minnkað.
Mundu bara á Alþingi að Samfylkingin fékk ekki svo miklu meira fylgi en 2007, að ESB eitt og sér geti orðið aðalmálið í samfélaginu í augnablikinu/næstu vikurnar...
Svo væri nú frábært ef þú beittir þér fyrir því að við fengjum nýjan þjóðsöng (við þurfum hvort eð er nýjan ef við göngum í ESB!). Sá gamli er ortur á forníslensku og sjálfur Kristján Jóhannsson á í vandræðum með lagið. Nú þarf hressan baráttusöng með einföldum texta fyrir börn og alla hina, við lag á allra færi. Við syngjum þann gamla í síðasta sinn ef Davíð deyr einhvern tímann...!
Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:07
Innilega til hamingju með þingsætið. Þú munt verða Austurlandi til sóma!
Sigríður Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 12:45
Ég er svo ánægð með þig elsku mamma mín.... og ég hefði svo mikið verið til í að vera hjá þér þegar fréttirnar komu loks af nýjustu tölum.
Þú ert snillingur ;)
Væri til í að eyða deginum í dag með þér mín kæra
Guðbjörg Anna , 26.4.2009 kl. 12:47
Sæl aftur Nína mín. Aftur innilega til hamingju með sætið þitt!
Ég var algerlega búinn að afskrifa það klukkan átta í morgun, gat ekki ímyndað mér að breytingar í NA myndu breyta jöfnunarmanni í NA, en svona fór þetta samt!
Ég verð svo að vera ósammála Erlendi varðandi þjóðsönginn. Kiddi Jó er nú ekkert svo góður tenór nebbla.
Þorbjörn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:39
Ég gleymdi ekki að kjósa í þetta sinn Hjartanlega til hamingju með þingsætið Jónína, þú ert verðugur fulltrúi Austurlands. Gangi þér vel!
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:19
Hjartanlegar hamingjuóskir með þingsætið kæra Jónína. Þú ert vel að því komin. Ég veit líka hvernig þér líður núna, því mér líður eins.
Hlakka til að hitta þig á þinginu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2009 kl. 17:25
Hamingjuóskir úr "firðinum fagra".
Jón Halldór Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 18:38
Heil og sæl frú Jónína rós og innilega til hamingju með árangurinn! Hann kom jú sannarlega nokkuð óvænt þarna í lokin, en ætli þú þá verðskuldir ekki núna að kallast "Konan sem kom inn úr kuldanum" fyrir vikið!?Þú verður örugglega góður bakhjarl fyrir strákana tvo á undan þér í kjördæminu, munt passa vel upp á ef þeir eru líklegir til að "Detta aftur fyrir sig" í einhverjum klaufagangi. (karlmönnum hættir stundum til slíks og þá komið þið blessaðar oftar en ekki til skjalana og komið okkur aftur á réttan kjöl)
Miðað við hvað ég heyrði um þig og las eitthvað sömuleiðis í prófkjörsbaráttunni, þá ertu dugmikil og fjölhæf í félagsmálum m.a. í sveitarfélaginu, ert því e.t.v. ekkert "venjuleg" eins og gefið er í skyn hér að ofan!?
En spennandi tímar já framundan fyrir ykkur kvinnurnar sem og aðra nýja þingmenn, en jafnframt erfiðir og því gott að hafa í huga hið fornkveðna, að "Vandi fylgir vegsemd hverri"
Gangi þér allt í hag!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 21:31
Til hamingju með þingsætið mín kæra.
Þakka þér fyrir innlitið á kosningavökuna hjá okkur. Ég fór heim um kl. 2 en þá var allt í fullu fjöri á skrifstofunni. Ég sofnaði yfir sjónvarpinu heima hjá mér, þá varst þú dottin út. Ég bara ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyru. Því síður ætlaði ég að trúa mínum eigin eyrum í morgun þegar Siggi vakti með því að segja mér að þú hefðir komist inn á síðustu stundu. Aftur til hamingja með trega að vísu þvi nú heyrir maður og sér þig sjaldnar í framtíðinni.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 26.4.2009 kl. 22:20
Blessuð og sæl
Innilega til hamingju með þessa frábæru niðurstöðu
Óska þér alls hins besta
Ragnar S Magnússon
Ragnar S Magnússon, 27.4.2009 kl. 11:18
Enn einu sinni til hamingju Nína mín.
Varðandi þjóðsönginn - ég sé nú enga ástæðu til að skipta um þjóðsöng. Við búum við stórbrotna náttúru og náttúrufar og það er vel við hæfi að hafa þjóðsönginn þannig líka.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.