Leita í fréttum mbl.is

Sérstök nótt

Hef aldrei lifað svona nótt, er ekkert óvön að vinna og sviptast svolítið - en þetta var öðruvísi sviptivindur en ég hef áður lent í - en allt er gott sem endar vel...

Nýtt krefjandi starf bíður mín - ég hlakka til að takast á við það af auðmýkt og vinnusemi, með það í huga að ég á að hlusta og horfa og vinna í samræmi við það sem ég sé og heyri - en af ákveðni og einurð.

Ég er óendanlega þakklát því fólki sem hefur lagt nótt við dag til að vinna jafnaðarstefnunni brautargengi hér í kjördæminu, hér hefur verið unnin frábær teymisvinna frambjóðenda, kjördæmisráðs, kosningastjórnar, almennra flokksmanna og kjósenda - þið eruð frábær - takk fyrir mig.

Fjölskylda og vinir eru líka búin að styðja við mig eins og klettar - takk elskurnar

En nú ætla ég að njóta dagsins með börnunum mínum og öðrum sem vilja njóta hans með mér...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjartanlega til hamingju með nýja starfið  Það verður svo sannarlega erfitt og krefjandi og ég treysti þér fullkomlega í það

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Frábært,- til hamingju,-

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.4.2009 kl. 11:23

3 identicon

Hamingjuóskir héðan...nú hefst starfið

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:00

4 identicon

Til hamingju með nýja starfið - öfunda þig reyndar ekki!

Kaus "þig" ekki heldur (ekkert persónulegt), en nú er vonandi vilji til þess á þingi að halda peningaeigendafulltrúunum frá kjötkötlunum.

Mér sýnist í fljótu bragði að nú sé meira af "venjulegu" fólki á þingi en áður sem er hið besta mál - lögfræðingastóðið hefur a.m.k. eitthvað minnkað.

Mundu bara á Alþingi að Samfylkingin fékk ekki svo miklu meira fylgi en 2007, að ESB eitt og sér geti orðið aðalmálið í samfélaginu í augnablikinu/næstu vikurnar...

Svo væri nú frábært ef þú beittir þér fyrir því að við fengjum nýjan þjóðsöng (við þurfum hvort eð er nýjan ef við göngum í ESB!).  Sá gamli er ortur á forníslensku og sjálfur Kristján Jóhannsson á í vandræðum með lagið.  Nú þarf hressan baráttusöng með einföldum texta fyrir börn og alla hina, við lag á allra færi. Við syngjum þann gamla í síðasta sinn ef Davíð deyr einhvern tímann...!

Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með þingsætið. Þú munt verða Austurlandi til sóma!

Sigríður Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ég er svo ánægð með þig elsku mamma mín.... og ég hefði svo mikið verið til í að vera hjá þér þegar fréttirnar komu loks af nýjustu tölum.

Þú ert snillingur ;) 

Væri til í að eyða deginum í dag með þér mín kæra

Guðbjörg Anna , 26.4.2009 kl. 12:47

7 identicon

Sæl aftur Nína mín. Aftur innilega til hamingju með sætið þitt!

Ég var algerlega búinn að afskrifa það klukkan átta í morgun, gat ekki ímyndað mér að breytingar í NA myndu breyta jöfnunarmanni í NA, en svona fór þetta samt!

Ég verð svo að vera ósammála Erlendi varðandi þjóðsönginn. Kiddi Jó er nú ekkert svo góður tenór nebbla.

Þorbjörn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Ég gleymdi ekki að kjósa í þetta sinn Hjartanlega til hamingju með þingsætið Jónína,  þú ert verðugur fulltrúi Austurlands. Gangi þér vel!

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:19

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir með þingsætið kæra Jónína. Þú ert vel að því komin. Ég veit líka hvernig þér líður núna, því mér líður eins.

Hlakka til að hitta þig á þinginu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2009 kl. 17:25

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hamingjuóskir úr "firðinum fagra".

Jón Halldór Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 18:38

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl frú Jónína rós og innilega til hamingju með árangurinn! Hann kom jú sannarlega nokkuð óvænt þarna í lokin, en ætli þú þá verðskuldir ekki núna að kallast "Konan sem kom inn úr kuldanum" fyrir vikið!?Þú verður örugglega góður bakhjarl fyrir strákana tvo á undan þér í kjördæminu, munt passa vel upp á ef þeir eru líklegir til að "Detta aftur fyrir sig" í einhverjum klaufagangi. (karlmönnum hættir stundum til slíks og þá komið þið blessaðar oftar en ekki til skjalana og komið okkur aftur á réttan kjöl)

Miðað við hvað ég heyrði um þig og las eitthvað sömuleiðis í prófkjörsbaráttunni, þá ertu dugmikil og fjölhæf í félagsmálum m.a. í sveitarfélaginu, ert því e.t.v. ekkert "venjuleg" eins og gefið er í skyn hér að ofan!?

En spennandi tímar já framundan fyrir ykkur kvinnurnar sem og aðra nýja þingmenn, en jafnframt erfiðir og því gott að hafa í huga hið fornkveðna, að "Vandi fylgir vegsemd hverri"

Gangi þér allt í hag!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 21:31

12 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Til hamingju með þingsætið mín kæra.

Þakka þér fyrir innlitið á kosningavökuna hjá okkur. Ég fór heim um kl. 2 en þá var allt í fullu fjöri á skrifstofunni.  Ég sofnaði yfir sjónvarpinu heima hjá mér, þá varst þú dottin út. Ég bara ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyru. Því síður ætlaði ég að trúa mínum eigin eyrum í morgun þegar Siggi vakti með því að segja mér að þú hefðir komist inn á síðustu stundu. Aftur til hamingja með trega að vísu þvi nú heyrir maður og sér þig sjaldnar í framtíðinni.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 26.4.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Ragnar S Magnússon

Blessuð og sæl

Innilega til hamingju með þessa frábæru  niðurstöðu

Óska þér alls hins besta

Ragnar S Magnússon

Ragnar S Magnússon, 27.4.2009 kl. 11:18

14 identicon

Enn einu sinni til hamingju Nína mín.

Varðandi þjóðsönginn - ég sé nú enga ástæðu til að skipta um þjóðsöng. Við búum við stórbrotna náttúru og náttúrufar og það er vel við hæfi að hafa þjóðsönginn þannig líka.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband