Leita í fréttum mbl.is

Samstarf þjóðanna

Samstarf við aðrar þjóðir er okkur eðlilegt – samvinna með þjóðunum sem næst okkur standa hluti af daglegri rútínu og því eðlilegt þegar stöðugleikann, sem við þurfum svo sárlega á að halda, er að finna í formlegu samstarfi við Evrópuþjóðir að leita þangað.  Við eigum að setjast niður með fólkinu á Íslandi og finna hvaða markmiðum við viljum ná í samstarfinu við Evrópuríki, fara með þau markmið til Evrópu, spyrja spurninga og gera á grundvelli þeirrar vinnu drög að samningi og leggja þau samningsdrög  síðan fyrir þjóðina og spyrja hana hvernig henni lítist á og þjóðin tekur ákvörðun.  Um leið og þetta ferli fer í gang segja fagmenn okkur að við höfum lýst yfir ákveðinni stefnu í peningamálum og þar með aukist trúverðugleiki okkar í samfélagi þjóðanna og slíkt geti hjálpað okkar laskaða gjaldmiðli til að ná einhverjum stöðugleika á meðan við erum í því ferli að fá að taka upp nýjan gjaldmiðil. 

Við þurfum á unga fólkinu okkar að halda, fólkinu sem ætlar að búa á þessu landi og byggja það upp – það ástand sem hér ríkir nú kallar ekki beinlínis þýðum rómi á ungu kynslóðina að vera hér, stofna heimili hér og starfa hér – unga fólkið okkar á heimtingu á því að við gerum alvöru tilraun til að skapa hér stöðugleika og aðstæður svo það geti vaxið hér og dafnað í eðlilegu samneyti og viðskiptum við aðrar þjóðir.  Förum því og tölum við Evrópusambandið í fullri alvöru og sjáum hvað það býður okkur.

Hræðsluáróður um afsal sjálfstæðis og auðlinda er ekki nútímalegur né trúverðugur - það er heimóttarlegt að þora ekki að banka á dyr og spyrja hvort viðkomandi sé til viðtals.

Framundan er skemmtilegur síðasti vetrardagur með vinnustaðaheimsóknum og hátíðum á Egilsstöðum og Eskifirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bros inn í lokasprett baráttunnar.

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:11

2 identicon

Sæl Stjúpa. Ein spurning, nú virðist allt stefna í það að Samfylkingin og VG ætli að starfa saman eftir kosningar ná flokkarnir tilskildum fjölda þingsæta, sem allt virðist nú stefna í því miður. Hvor flokkurinn ætlar að beygja sig í ESB máli, Samfylgingin sem virðist setja þetta sem sitt helsta baráttu mál, eða VG sem hafa þvertekið fyrir það að ganga í ESB. Eiga væntanlegir kjósendur flokkana ekki heimtingu á að vita svarið við þessari spurningu? Flott að sjá að þú ert að ná takmarkinu þínu og ná kjöri, hefði reyndar viljað sjá VG með minna fylgi í gamla kjördæminu mínu.

Kveðjur að sunnan.

Jón Bergsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband