Leita í fréttum mbl.is

Góðir dagar

Það er stórskemmtilegt að vera í kosningabaráttu vegna þess að maður hittir svo mikið af alls konar fólki sem á sín brennandi baráttumál, persónuleg, atvinnuleg og byggðaleg og fólkið vill gjarnan fá að koma þessum málum sínum á framfæri, ræða þau og meta. Við erum búin að vera á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað og Eskifirði í dag og í gær - þar brenna sjávarútvegsmálin á mönnum.  Sumir eru afar ánægðir með strandveiðarnar og fyrningaleiðina meðan aðrir mega á hvoruga leiðina heyra minnst.  Eðlilegt þegar aðstæður byggðalaganna eru eins mismunandi og raun ber vitni...

Nú ætla ég að sofa svolítið, vakna svo snemma og undirbúa daginn - sofið vel kæru vinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Innlitskvitt. Takk fyrir fundinn í dag. Hann var fínn.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband