Leita í fréttum mbl.is

Fermingardagur

Já nú er 9. apríl runninn upp bjartur og fagur - ég á 37 ára fermingarafmæli í dag og stóra stelpan mín 11 ára, stóra systir 42 og litla systir 31 - stórmerkilegur dagur í lífi kvenna í þessari litlu fjölskyldu. Yndislegt að hann lenti á skírdegi í ár svo litla stelpan mín gæti deilt honum með okkur, hún verður semsagt fermd í Vallaneskirkju kl. 16 í dag og svo ætlum við að borða með vinum og ættingjum í Menntaskólanum á Eglsstöðum í kvöld.

Allt er að verða tilbúið - kjötið kryddað og súpu- og sósugrunnur tilbúinn svo fátt er eftir annað en bláeldamennskan.

Það sannast á hverjum degi að margar hendur vinna létt verk!

Og það gerir daginn enn betri að lesa um það að þriðjungur þjóðarinnar ætlar að kjósa flokkinn minn miðað við niðurstöður síðustu skoðanakönnunar Smile.

En nú er best að fara að koma fólkinu sínu hægt og sígandi af stað - megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn, megi fermingardagur dóttur þinnar verða ljúfur og góður

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Til hamingju- þetta verður örugglega yndislegur dagur ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Til hamingju með daginn

Haraldur Bjarnason, 9.4.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju með þetta kæra Jónína Rós - og takk fyrir ánægjulega samveru á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar um daginn.

 Ég óska þér og þínum gleðilegra páska.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband