Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldudagur

Í dag verður allt á fullu hér í Kelduskógunum og í Menntaskólanum til að undirbúa stóra daginn hennar Berglindar Rósar.  Hún er kát og glöð og mjög dugleg við undirbúninginn, við bökuðum gerbrauð í gær og gerðum ýmislegt annað sem þarf að gera.

Það er gaman að því þegar krakkar hafa fastmótaðar hugmyndir sjálf um hvernig þeir vilja hafa hlutina. Það er langt síðan Berglind Rós ákvað að litirnir í þessari veislu yrðu svart og silfurlitað og við það stendur hún afar ákveðin.  Hún ætlar líka sjálf að búa til fiskisúpuna því hún á að vera með hennar bragði!!!

Við spjölluðum dálítið um pólitík á meðan við vorum að baka í gærkvöldi, eldhúsdagsumræðurnar voru á og á þær hlustað með öðru eyranu. Hún spurði um stefnu flokkanna og velti mikið fyrir sér af hverju menn segðu ekki bara hvað þeir vildu í stað þess að skammast út í hina flokkana, og svo velti hún því fyrir sér hvort pólitíkusar væru hræðilega montnir því þeir væru alltaf að hæla sjálfum sér og monta sig af því sem þeir hefðu gert...

Í dag er ýmislegt á dagskrá - núna klukkan átta ætla ég að undirbúa bæjarráðsfund með bæjarstjóranum og svo er það bara fermingarundirbúningur til klukkan 4 en þá skrepp ég á bæjarráðsfund og held svo áfram eins lengi og þurfa þykir í kvöld.

Mikið sem ég er glöð á svona dögum að við Bergur og Olil erum fínir vinir og getum unnið vel saman þegar þess þarf - þau eru matarfólk fram í fingurgóma svo engu þarf að kvíða í matseldinni..

En nú ætla ég að hendast á fund og tala svolítið um peninga - eða kannski fremur peningaskort og hvernig best verður farið með þá sem til eru...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að allt gengur vel hjá þér.. Það er svo gott að njóta þess að vera með þessum ákveðnu einstaklingum.   Áfram Jónína Rós..

Dandý (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband