Leita í fréttum mbl.is

Kraftur ungmenna

Á mínum sokkabandsárum var mikið talað um hústökufólk og bz. Ég bar ákveðna virðingu fyrir hugmyndafræði þessa hóps en var ekki sammála aðferðafræðinni.

Nú einhverjum hrukkum og gráum hárum seinna er ég á sömu skoðun. Það er virðingarvert að berjast fyrir skoðunum sínum og sannfæringu, en hið frábæra samskiptatæki mannsins, tungumálið, gleymist stundum sem besta baráttutækið. 

Sem unglingakennari í aldarfjórðung veit ég að hægt er að tala við allt ungt fólk svo fremi sem bæði eyru og munnur eru nýtt á virkan hátt og viðmótið sem unga fólkið fær er vinsamlegt og þau finna að viðmælandinn hefur áhuga á þeim og þeirra málum.

Ég tel ekkert  í þjóðfélaginu eins mikilvægt og unga fólkið.  Ef hugmyndir þess og orka er nýtt á jákvæðan hátt er samfélagið í góðum málum. Leggjum því ofuráherslu á það að hlusta á unga fólkið því þá hlustar það mun betur á það sem við höfum að segja og er tilbúnara til að fara að okkar ráðum og samkomulag næst í álitamálum.

Þetta tel ég reyndar mjög farsæla aðferðafræði í pólitík líka, stjórnmálamennirnir þurfa að fara út til fólksins og hlusta á þeirra hugmyndir og rök þá er líklegra að almenningur skilji störf og áherslur pólitíkusanna betur.

Góð kona sagði eitt sinn við mig að við hefðum tvö eyru til að hlusta helmingi meira en við töluðum - góð speki það.


mbl.is Rýming Ungdomshuset hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér. Ég tel mig heyra undir flokkin "unga fólkið" þó svo að ég hafi hlustað á vínyl í gamla daga og hafi fæðst á seinni hluta síðustu aldar.

En það sem að mér finnst mikilvægast að pólitíkusar hugsi um eru málefni Háskólanema. T.d. að hugsað sé um að fella niður 25% af námslánum þeirra nema sem klára sitt nám á réttum tíma. Svo finnst mér endilega að endurskoða ætti þessi blessuðu námslán. Svo finnst mér að það eigi að gera eitthvað í málum þeirra nema sem eiga börn!

En þetta er auðvitað bara það sem að snertir mig, hehe, en það eru auðvitað alltaf allir sem hugsa aðeins um sjálfa sig.

 Auðvitað eru MÖRG önnur mál sem þarf að skoða í pólitíkinni

Guðbjörg Anna (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband