Leita í fréttum mbl.is

Ný skólavika

Jæja þá er ný skólavika hafin. Var í því leiðinlega verki áðan að tilkynna nemendum að þeir væru í vandræðum vegna slakrar mætingar. Umræður um hvers vegna ekki væri eins auðvelt að vakna í skólann og í vinnu fóru fram. Krakkarnir segja þetta tvennt ólíkt vegna þess að maður hugsi svo mikið um launin þegar vakna þarf til vinnu en þó maður viti að skólagangan sé nauðsynleg og gangleg sé erfitt að hugsa  svo langt fram í tímann. Þeim finnst mörgum hverjum hundleiðnlegt í skólanum.  Kynslóðin sem fæddist um miðja síðustu öld lét sig bara hafa leiðindin en 21.aldar kynslóðin hugsar öðruvísi og gerir ákveðnar kröfur um lífleika og tilbreytingu.  Verða kennarar að taka tillit til þeirrar kröfu eða eiga krakkarnir bara að aðlaga sig að okkur????

Ég finn meira að segja mun á börnunum mínum sem fædd eru á 11 ára tímabili, sú yngsta er ekki eins tilbúin til að fylla út hverja eyðufyllingabókina eftir aðra og þau eldri voru, hún vill meiri tilbreytingu.....

Við kennarar þurfum sennilega að hugsa okkar gang, ekki viljum við vera leiðinleg...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég held mér  hafi bara aldrei þótt leiðinlegt í skólanum

Kröfur nútímaunglinga snúast líka mjög mikið um það að láta hafa ofan af fyrir sér. Við gerðum frekar gott úr því sem við höfðum og enginn átti að sjá um að skemmta okkur.

Hmmm....þetta var nú svolítið gamaldags!

Sigþrúður Harðardóttir, 27.2.2007 kl. 18:25

2 identicon

Mér fannst eyðufyllingabækur alltaf mjög fínar =)

Guðbjörg Anna (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband