13.4.2007 | 09:36
Vor í lofti
Það var beinlínis vorlykt þegar ég kom út í morgun rétt fyrir 8. Held að það sé að vora allsstaðar núna ekki síst í pólitíkinni. Hlakka svoooo til að fara á landsfundinn á eftir og finna vorilminn þar...
Fór á frábæran fund í gær þar sem verið var að kynna nýútkomna skýrslu sem sveitarfélög á Austurlandi hafa verið að vinna um innflytjendur og málefni þeirra. Þar var alltaf talað um verkefni en ekki vandamál, mannauðinn sem fólginn er í innflytjendunum fremur en neikvæð áhrif o.s.frv... er hreykin af því að sveitarfélagið mitt sé aðili að þessari skýrslu. Hana má nálgast á heimasíðu Fljótsdalshérðs, hún heitir "Svona gerum við".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.4.2007 | 09:37
Hagstjórn hægri manna
Hræðsluáróður hægri manna gagnvart hæfni vinstri manna til að stjórna hagkerfi og peningum er ótrúlegur en nær mörgum bláleitum eyrum. Hver hefur heyrt skynsamlegan rökstuðning með þessum áróðri?? Ja ekki hún ég....
Það að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem berst fyrir velferð gerir hann ekki að eyðsluflokki. Það eru nægir peningar til til að halda uppi öflugu velferðarkerfi á Íslandi. Í ráðstöfun fjár gildir sama regla og víðast annars staðar um forgangsröðun verkefna.... jafnaðarmenn vilja jafna stöðu fólks þannig að þeir sem eru vel aflögufærir greiði meira í kassann en hinir minna sem ekki hafa eins mikið, einfalt og sanngjarnt... velmenntaðir jafnaðarmenn geta fullt eins vel passað upp á ríkiskassann og vel menntaðir frjálshyggjumenn. Innstreymis og útstreymisreglurnar myndu bara breytast talsvert til jöfnuðar í samfélaginu, er einhver sem vill það ekki????
![]() |
Gagnrýnir hringlanda og ósamstillta hagstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 16:02
Metnaður / peningahyggja
Frábært að íslenskir unglingar skuli vera svona metnaðarfullir og vilja mennta sig vel. Vonandi eru óskir þeirra og þrár í samræmi við áhugasvið þeirra og styrkleika en ekki afleiðing þess að allir verði að verða moldríkir til að teljast einhvers virði...
Þetta er nú ekki alveg í samræmi við þann mikla áhuga sem ég þekki meðal stráka á að vinna úti og með höndunum...
Deili áhyggjum SA af litlum áhuga ungs fólks á stærðfræðitengdum greinum sem því miður byrjar að birtast alltof snemma á námsferli nemenda áður en þau hafa náð að kynnast töfraheimi stærðfræðinnar og þeim miklu möguleikum sem hún býður uppá. Þarna er enn eitt verkið að vinna...
![]() |
10% landsmanna læknar árið 2030? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2007 | 12:48
Flottur foringi
Ég er alltaf stolt Samfylkingarkona en sérstaklega í dag eftir að hafa hlustað á leiðtoga stjórnmálaflokkana í sjónvarpinu í gærkvöldi. Mér fannst Ingibjörg standa sig afar vel og bera af ásamt Steingrími J. Ingibjörg var yfirveguð en samt ákveðin, málefnaleg en fylgin sér, fagleg og um leið þrælpólitísk.... umræðan um stóriðjuna var stórmerkileg, krafa stjórnenda um afdráttarlaus svör í formi já eða nei var erfið en Ingibjörg stóð sig eins og hetja þar sem hún talaði um faglega áætlanagerð. Hún var líka sterk í innflytjendaumræðunni, föst fyrir en afar manneskjuleg...
Áfram Ingibjörg, áfram jafnaðarmenn.....
Brá mér á Seyðisfjörð í gær til að hitta svæðisstjórana okkar, áttum skemmtilega og árangursríka stund, fyrirboði um skemmtilega og árangursríka kosningabaráttu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 14:04
Mannsæmandi laun
![]() |
Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 13:44
Yndislegt páskafrí
Gleðilega páska lesendur og vinir. Ég er búin að eiga frábært páskafrí, vera dugleg að hreyfa mig, hvíla mig og borða góðan mat. Elskan hann Ástvaldur er búinn að stjana við mig svo mér liður eins og endurfæddri, orkubyrgðirnar voru orðnar eitthvað takmarkaðar þarna fyrir páskana.
Nú styttist í ýmislegt, örfáir kennsludagar eftir i ME og þar á ég mikla hvatningarvinnu fyrir höndum, þessar elskur mínar þar vaða ekki í sjálfstraustinu svo þar þarf að hvetja og hlúa að. Svo er bara mánuður í kosningar, þar sem við eigum stórkostlegt tækifæri til að breyta um stíl í stjórnkerfinu á Íslandi og nýta hagsældina á skynsamlegan hátt í þágu allra landsmanna ekki síst æsku landsins.
Nú stendur fyrir dyrum opnun kosningaskrifstofa hér fyrir austan á Seyðisfirði og Egilsstöðum, sennilega á sumardaginn fyrsta, hlakka til að fagna sumri með kraftmiklum jafnaðarmönnumí
Í dag eru 35 ár síðan ég fermdist og 40 ár síðan Helga stóra systir mín fermdist, 29 ár síðan litla systir náði þeim áfanga og 9 ár síðan frumburðurinn minn fermdist í Vallaneskirkju... tíminn líður greinilega. Ætla að fá mér tertu hjá stóru systur á eftir af þessu tilefni...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 20:30
Á suðvesturhorninu 1. apríl 2007
Nú er ég búin að vera á höfuðborgarsvæðinu meira og minna í tæpan hálfan mánuð. Fundir og námskeið á vegum vinnunnar og bæjarpólitíkurinnar og ekki síst veikindi hennar Karenar Rósar litlu dótturdóttur minnar hafa orðið til þess að ég skrapp bara aðeins heim og kenndi í þrjá daga.
Það var merkileg lífsreynsla að vera með mikið veikt barn inni á sjúkrahúsi svo dögum skiptir, læknar og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins eru nú meiri hetjurnar, með skrauti á símanum, sápukúlum og töfrastöfum nálgast þessar hetjur fárveik og kvekkt börn sem eru búin að lenda í hvers kyns raunum með nálar og stungur. Þetta fólk á mikinn heiður skilinn svo og foreldrar og lítil börn sem hafa ótrúlega aðlögunarhæfni. Ég fór heim reynslunni ríkari og þakklátari en nokkru sinni fyrr fyrir að eiga heilbrigð börn. Þessa helgina hef ég svo tekið á móti hjúkrunarfræðingum sem koma þrisvar á sólarhring og sprauta sýklalyfum í æðalegg sem saumaður hefur verið í hana Karen Rós mína, þar eru aðrar hetjur mættar til leiks. Sýking í beini sem á sér svo sem enga skýringu getur valið miklum usla í lítilli fjölskyldu. Vonandi verður þetta ekki til þess að raska námáformum lögræðinemans, dóttur minnar mikið, það getur verið afar afdrifaríkt fyrir fátækan námsmann sem á allt sitt undir námslánunum sem eru árangurstengd og kerfið ekki mjög sveigjanlegt.
Svo fannst mér merkilegt að vera í nágrenni við Fjörðinn góða á merkum degi í sögu íslensks íbúalýðræðis, þegar Hafnfirðingar fengu að taka ákvörðun um hvort þeim hugnaðist hin mikla stækkun álversins í Straumsvík sem fyrirtækið vill ráðast í. Mjótt var á munum en ákvörðun liggur fyrir, ég er sátt við niðurstöðuna og er afar stolt af því að vera Hafnfirsk Samfylkingarkona í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 09:40
Vinna unglinga
Ég var stórhrifin af auglýsingu frá Afli, starfsgreinafélagi í Dagskránni sem kom út hér fyrir austan í gær. Þar voru foreldrar minntir á að huga að hversu mikið unglingarnir þeirra (jafnvel 13 - 14 ára!) ynnu með skólanum og að kjarasamningar væru oft brotnir gagnvart þessum krökkum.
Neysluhyggjan er orðin svo rosaleg að börn telja sig þurfa að vinna hálfa vinnu til að eiga fyrir "bráðnauðsynlegum" útbúnaði unglingsins...., ef foreldrar eru þannig staddir fjárhagslega að þeir hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir unglinginn...
Frjálshyggjuöflin sem verið hafa við stjórnvölinn hafa lítið spyrnt fótum við þessari þróun, þeirra fólk vill hafa neysluna sem mesta.
Nú þurfum við félagshyggjuöfl til að leggja meiri áherslu á mannleg gildi í samfélaginu, foreldrar þurfa meiri tíma til að vera með börnum sínum og hjálpa þeim að móta sér lífssýn á sjálfstæðan hátt út frá öðru en veraldlegum gæðum...
Jæja nóg um heimspeki. Lára Stefánsdóttir varaþingmaður er að koma í Egilsstaði á eftir og við ætlum að heimsækja nokkrar stofnanir, drekka kaffi í Kaupfélaginu, hún tekur örugglega eitthvað af myndum ef ég þekki hana rétt....
Nú er kosningabaráttan hérna fyrir austan að mótast, búið að finna húsnæði fyrir kosningaskrifstofu bæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði, Þóra Guðmundsdóttir verður kosningastjóri og við brosum bara fallega framan í heiminn og hlökkum til baráttunnar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2007 | 10:48
Vor í lofti
í dag er frábært veður á Egilsstöðum - vorið virðist rétt handan við hornið. Það er búið að vera leiðindaveður hérna, meiri úrkoma en við eigum að venjast svo sólin er afar kærkomin.
Í skólaveruleikanum er mars oft langur og strangur, 4 heilar vikur án upprofs reynast ungmennunum erfiðar. Samt er mikið um að vera hér í ME, frumsamið leikrit "Súper Maríó" var frumsýnt á föstudaginn var, núna á föstudaginn er "Barkinn", söngvakeppni skólans og föstudaginn 16. mars mun "Gettu Betur" lið skólans etja kappi við lið MH í sjónvarpinu og krakkarnir ætla að flykkjast suður til að styðja sitt fólk. Erfitt að gera hornaföll nógu áhugaverð til að keppa við þessa viðburði um athygli og áhuga....
Í pólitíkinni er líka vor, skemmtilegur aðalfundur Héraðslistans var á þriðjudaginn þar sem stjórnin var endurkjörin og fjörlegar umræður fóru fram um bæjarpólitíkina, í þessum hópi hafa menn sterkar skoðanir sem gerir umræðuna fjörlega....
Í landspólitíkinni hér er það helst að frétta að húsnæði fyrir kosningaskrifstofu á Egilsstöðum er fundið og um það samið, vonandi getum við tekið það í notkun um miðjan mánuð...
Kosningabaráttan hefst fyrir alvöru þegar þinginu lýkur sem verður um miðjan mánuð líka, kosningatjóri kemur til starfa í lok mánaðar þannig að allt er að gerast...., hlakka til að vinna að göfugum málstað jafnaðarstefnunnar í góðum hópi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2007 | 20:32
Tæpar 10 vikur til kosninga
Tíminn flýgur áfram, mér skilst að þannig sé tilfinningin þegar aldurinn færist yfir...Nú nálgast sá spennandi tímapunktur þegar Íslendingar geta í lýðræðislegum kosningum losað sig við ríkisstjórn sem í 12 ár hefur alið á ójöfnuði og unnið að því leynt og ljóst að hygla auðmönnum og auka þannig stórkostlega bilið milli ríkra og fátækra. Í 12. maí leynast stórkostleg tækifæri til að koma jafnaðarstjórn á með konu í forsæti - ég treysti okkar skynsömu þjóð til að grípa tækifærið. Það er spennandi að fá að vinna að því að þetta tækifæri verði að veruleika.
Í bæjarmálunum þurfum við að vinna að ýmsum málum, skotveiðsvæði þarf að verða til í sveitafélaginu, en erfitt er að finna rétta staðinn, skothvellir og högl eru ekki beinlínis efst á vinsældarlistanum hjá landeigendum og fjáreigendum. Miðbæjarmálin, skólamálin og margt fleira spennandi er í gangi.
Heima er stærðfræðin hennar Berglindar Rósar enn eitt af stóru málunum, en í morgun sagði hún að almenn brot væru skemmtileg svo sigrar vinnast á öllum vígstöðum....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar