Leita í fréttum mbl.is

Metnaður / peningahyggja

Frábært að íslenskir unglingar skuli vera svona metnaðarfullir og vilja mennta sig vel.  Vonandi eru óskir þeirra og þrár í samræmi við áhugasvið þeirra og styrkleika en ekki afleiðing þess að allir verði að verða moldríkir til að teljast einhvers virði...

Þetta er nú ekki alveg í samræmi við þann mikla áhuga sem ég þekki meðal stráka á að vinna úti og með höndunum...

Deili áhyggjum SA af litlum áhuga ungs fólks á stærðfræðitengdum greinum sem því miður byrjar að birtast alltof snemma á námsferli nemenda áður en þau hafa náð að kynnast töfraheimi stærðfræðinnar og þeim miklu möguleikum sem hún býður uppá.  Þarna er enn eitt verkið að vinna...


mbl.is 10% landsmanna læknar árið 2030?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhyggjuefni einnig að þó draumastarfið sé læknir eða viðskiptafræðingur þá er ekki áhuga á stærðfræðinni. Nú þarf að gera átak í náms- og starfsráðgjöf, á öllum 4 skólastigunum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég er svolítið hrædd um að peningahyggjan hafi náð tökum á ungviðinu...og skyldi engan undra eins og við sem eldri erum látum. Neyslan er óhófleg og alltaf þarf meiri og meiri pening...

En vonandi hef ég rangt fyrir mér. Auðvitað hljóta að vera til margir skynsamir og metnaðarfullir unglingar nú sem fyrr.

Sjáumst við ekki í Egilshöll um helgina?

KV Sissa

ps. Talaði lengi við Hönnu Petru í síma í gær. Það var mjög gaman eins og alltaf. Mér þykir undur vænt um hana litlu systur þína ...

Sigþrúður Harðardóttir, 11.4.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Það er fullt af fólki sem að menntar sig bara til að verða "ríkur"... en ég vildi samt bara benda á það að það er til fullt af ungu fólki sem að mentar sig til að víkka sjóndeildarhringinn, dýpka þekkingu, leggja sitt af mörkum og annað...

Þó ég segji sjálf oft: þegar ég verð ríkur lögfræðingur... þá er ég alls ekki að mennta mig til að verða rík.. enda það starfsvið sem mig langar að vera í innan lögfræðinnar alls ekki vel borgað, en mig langar að leggja mitt að mörkum... vinna við það sem ég hef áhuga á..

Guðbjörg Anna , 11.4.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband