Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
7.3.2008 | 09:57
Höfuðborgarferð
Er að fara í stelpuskemmtiferð til höfuðborgarinnar á eftir - við Rannveig ætlum að mála bæinn rauðan, skoða hátískuna og veitingahúsastandardinn og svo knúsa ég hana Kareni Rós mína á milli.... unglingurinn minn er líka í höfuðborginni og tvær vinkonur hennar líka og þær ætla sko að kíkja í Kringluna og eitthvað fleira...
Yndislegt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni - megi hann verða þar um ókomin ár til að Reykjavík haldi áfram að þjóna hlutverki sínu sem höfuðborg allra landsmanna...
Svo hlakka ég til að koma heim aftur njóta þess að horfa á Egilstaðabýlið þegar ég ek frá flugvellinum um leið og ég ímynda mér hvernig hinn glæsilegi miðbær kemur til með að líta út, svo og glæsilegt þjónustusvæði meðfram þjóveginum, milli Bónus og flugvallarins, og fín ræktuð tún þar upp af og meðfram flugvellinum, það er nefnilega bara verið að taka 6% af túnunum og þau 6 % verður gaman að hafa upp við Hálslæk - þá höfum við landbúnaðarímyndina sem allir þrá þeim megin, við innkomuna í bæinn líka.
Og lesið svo endilega bókun bæjarstjórnarinnar vegna lokunar starfsstöðvar Fasteignamats ríkisins á Egilsstöðum - þar er fjármálaráðherra að gera reginskyssu.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 09:30
Egilsstaðaímyndin
Það var skemmtilegt að koma í vinnuna í morgun - fólk hafði sterkar skoðanir... á framtíð Egilsstaðabýlisins.
Egilsstaðabýlið er ákveðin ímynd þéttbýlisins við Lagarfljót. Jón Bergsson forfaðir Egilsstaðaættarinnar var framsýnn og sá að þarna væri skynsamlegt að byggja upp þjónustu - setning hans "hér verða vegamót" hefur lifað meðal fólks á Egilsstöðum og Héraðinu öllu og hann varð sannspár.
Nú standa Egilsstaðabúar frammi fyrir því að geta horft á þéttbýlið sitt verða stærsta og öflugasta þjónustukjarna Austurlands og byggja þannig á hugmyndum frumbýlingsins..., en til þess þurfum við landrými og það er erfitt að búa það til úr engu..., það verður því miður að ganga á það land sem til staðar er miðsvæðis og þar eru tún Egilsstaðabænda eini kosturinn... engum er ljúft að þurfa að fara þá leið en þeir sem eru við stjórnvölinn verða að horfa til framtíðar - þjónusta og þekking eru framtíðartækifæri staðar eins og Egilsstaða og öflugur miðbær og fjarsvæði hans með þeim fyrirtækjum sem hér vilja byggja upp starfssemi sína er okkar framtíð.
Það er öryggi fólgið í því að hafa allt óbreytt - en við lifum á þannig tímum að við verðum að vera sveigjanleg og tilbúin til að horfa til framtíðar - gjarnan með augum unga fólksins okkar sem við viljum að setjist hér að eftir að það hefur farið og menntast og forframast. Vonandi kemur ný kynslóð framsækinna bænda og sest að á Egilsstaðabýlinu og nýtir landið og þær auðlindir sem fólgnar eru í þeirri reynslu og þekkingu sem þar hefur verið byggð upp, ný tún verða þá ræktuð í örlítilli fjarlægð frá miðbænum og ný tækni mun líka geta skilað meiri afurðum. Og vonandi kemur ný kynslóð íbúa á Fljótsdalshéraði sem nýtur þess að hafa Egilsstaðbýlið sem miðpunkt þéttbýlisins við Lagarfljót um leið og þau byggja upp öfluga þjónustu í næsta nágrenni við okkar ástkæru Egilsstaðakusur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.3.2008 | 09:55
Fjallaferð
Fjallaferðin og þorrablót í Kverkfjöllum var hin mesta skemmtan..., mér fannst brasið hjá jeppakörlunum skemmtilegt og er margs vísari um dekkjaviðgerðir..., það var frábært að upplifa samstöðuna í hópnum, allir lögðu sitt af mörkum til að auðvelda ferðina fyrir öllum..
Veðrið hefði að meinalausu mátt vera bjartara - en nú verða Maggi og Rannveig að taka mig með aftur í Kverkfjöll svo þau hafi nú sýnt mér þau í alvöru, kannski að sumarlagi næst...
Ferðin í íshellinn var frábær - hefði auðvitað átt að baða mig líka - geri það bara næst - svo ég þarf að fara aftur að vetrarlagi líka...
En ágætu ferðafélagar, takk fyrir mig, þetta var góð helgi...
Svo er það efni í aðra færslu að spá í hvort rétt sé að selja FÍ alla fjallaskálana, einmitt núna þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Vatnajökulsþjóðgarðsmálunum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar