Leita í fréttum mbl.is

Höfuðborgarferð

Er að fara í stelpuskemmtiferð til höfuðborgarinnar á eftir - við Rannveig ætlum að mála bæinn rauðan, skoða hátískuna og veitingahúsastandardinn og svo knúsa ég hana Kareni Rós mína á milli.... unglingurinn minn er líka í höfuðborginni og tvær vinkonur hennar líka og þær ætla sko að kíkja í Kringluna og eitthvað fleira...

Yndislegt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni - megi hann verða þar um ókomin ár til að Reykjavík haldi áfram að þjóna hlutverki sínu sem höfuðborg allra landsmanna...

Svo hlakka ég til að koma heim aftur njóta þess að horfa á Egilstaðabýlið þegar ég ek frá flugvellinum um leið og ég ímynda mér hvernig hinn glæsilegi miðbær kemur til með að líta út, svo og glæsilegt þjónustusvæði meðfram þjóveginum, milli Bónus og flugvallarins, og fín ræktuð tún þar upp af og meðfram flugvellinum, það er nefnilega bara verið að taka 6% af túnunum og þau 6 % verður gaman að hafa upp við Hálslæk - þá höfum við landbúnaðarímyndina sem allir þrá þeim megin, við innkomuna í bæinn líka.

Og lesið svo endilega bókun bæjarstjórnarinnar vegna lokunar starfsstöðvar Fasteignamats ríkisins á Egilsstöðum - þar er fjármálaráðherra að gera reginskyssu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi lokun á starfsstöð Fasteignamats Ríkisins á Austurlandi er ekki forsvaranleg.  Á Reykjavíkursvæðinu eru tugir opinberra stofnana sem þjóna öllu landinu. Þegar þær eiga að fara að spara, eða þenjast minna út, þá grípa þær stundum til þess að loka því útibúi sem fjærst er. 

Þar að auki er þetta í algerri andstöðu við þann vísi að raunverulegri byggðastefnu, sem nokkuð hefur borið á undan farin misseri, sem felst í því að flytja opinber störf út á land.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 22:11

2 identicon

Ertu ekki bráðum að koma heim úr borginni Nína mín

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband