Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Metnaður / peningahyggja

Frábært að íslenskir unglingar skuli vera svona metnaðarfullir og vilja mennta sig vel.  Vonandi eru óskir þeirra og þrár í samræmi við áhugasvið þeirra og styrkleika en ekki afleiðing þess að allir verði að verða moldríkir til að teljast einhvers virði...

Þetta er nú ekki alveg í samræmi við þann mikla áhuga sem ég þekki meðal stráka á að vinna úti og með höndunum...

Deili áhyggjum SA af litlum áhuga ungs fólks á stærðfræðitengdum greinum sem því miður byrjar að birtast alltof snemma á námsferli nemenda áður en þau hafa náð að kynnast töfraheimi stærðfræðinnar og þeim miklu möguleikum sem hún býður uppá.  Þarna er enn eitt verkið að vinna...


mbl.is 10% landsmanna læknar árið 2030?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur foringi

Ég er alltaf stolt Samfylkingarkona en sérstaklega í dag eftir að hafa hlustað á leiðtoga stjórnmálaflokkana í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Mér fannst Ingibjörg standa sig afar vel og bera af ásamt Steingrími J. Ingibjörg var yfirveguð en samt ákveðin, málefnaleg en fylgin sér, fagleg og um leið þrælpólitísk.... umræðan um stóriðjuna var stórmerkileg, krafa stjórnenda um afdráttarlaus svör í formi já eða nei var erfið en Ingibjörg stóð sig eins og hetja þar sem hún talaði um faglega áætlanagerð. Hún var líka sterk í innflytjendaumræðunni, föst fyrir en afar manneskjuleg...

Áfram Ingibjörg, áfram jafnaðarmenn.....

Brá mér á Seyðisfjörð í gær til að hitta svæðisstjórana okkar, áttum skemmtilega og árangursríka stund, fyrirboði um skemmtilega og árangursríka kosningabaráttu...


Mannsæmandi laun

Af hverju ekki að horfast í augu við staðreyndir málsins. Laun í störfum sem tengjast umönun og uppeldi eru alltof lág. Hvaða vit er í því að það sé mun meiri ábyrgð og þar með hærri laun fólgin í því að hugsa um peninga og verðbréf en fólk????? Frjálshyggjan í hnotskurn... Auðvitað má hagræða í rekstri og skoða nýjar leiðir í skipulagningu starfa en mannsæmandi laun fyrir krefjandi vinnu sem auk þess krefst talsverðs náms eru svarið, horfumst í augu við það.
mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt páskafrí

Gleðilega páska lesendur og vinir.  Ég er búin að eiga frábært páskafrí, vera dugleg að hreyfa mig, hvíla mig og borða góðan mat. Elskan hann Ástvaldur er búinn að stjana við mig svo mér liður eins og endurfæddri, orkubyrgðirnar voru orðnar eitthvað takmarkaðar þarna fyrir páskana.

Nú styttist í ýmislegt, örfáir kennsludagar eftir i ME og þar á ég mikla hvatningarvinnu fyrir höndum, þessar elskur mínar þar vaða ekki í sjálfstraustinu svo þar þarf að hvetja og hlúa að. Svo er bara mánuður í kosningar, þar sem við eigum stórkostlegt tækifæri til að breyta um stíl í stjórnkerfinu á Íslandi og nýta hagsældina á skynsamlegan hátt í þágu allra landsmanna ekki síst æsku landsins.

Nú stendur fyrir dyrum opnun kosningaskrifstofa hér fyrir austan á Seyðisfirði og Egilsstöðum, sennilega á sumardaginn fyrsta, hlakka til að fagna sumri með kraftmiklum jafnaðarmönnumí

Í dag eru 35 ár síðan ég fermdist og 40 ár síðan Helga stóra systir mín fermdist, 29 ár síðan litla systir náði þeim áfanga og 9 ár síðan frumburðurinn minn fermdist í Vallaneskirkju... tíminn líður greinilega. Ætla að fá mér tertu hjá stóru systur á eftir af þessu tilefni...


Á suðvesturhorninu 1. apríl 2007

Nú er ég búin að vera á höfuðborgarsvæðinu meira og minna í tæpan hálfan mánuð. Fundir og námskeið á vegum vinnunnar og bæjarpólitíkurinnar og ekki síst veikindi hennar Karenar Rósar litlu dótturdóttur minnar hafa orðið til þess að ég skrapp bara aðeins heim og kenndi í þrjá daga.

Það var merkileg lífsreynsla að vera með mikið veikt barn inni á sjúkrahúsi svo dögum skiptir, læknar og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins eru nú meiri hetjurnar, með skrauti á símanum, sápukúlum og töfrastöfum nálgast þessar hetjur fárveik og kvekkt börn sem eru búin að lenda í hvers kyns raunum með nálar og stungur. Þetta fólk á mikinn heiður skilinn svo og foreldrar og lítil börn sem hafa ótrúlega aðlögunarhæfni. Ég fór heim reynslunni ríkari og þakklátari en nokkru sinni fyrr fyrir að eiga heilbrigð börn. Þessa helgina hef ég svo tekið á móti hjúkrunarfræðingum sem koma þrisvar á sólarhring og sprauta sýklalyfum í æðalegg sem saumaður hefur verið í hana Karen Rós mína, þar eru aðrar hetjur mættar til leiks.  Sýking í beini sem á sér svo sem enga skýringu getur valið miklum usla í lítilli fjölskyldu. Vonandi verður þetta ekki til þess að raska námáformum lögræðinemans, dóttur minnar mikið, það getur verið afar afdrifaríkt fyrir fátækan námsmann sem á allt sitt undir námslánunum sem eru árangurstengd og kerfið ekki mjög sveigjanlegt.

Svo fannst mér merkilegt að vera í nágrenni við Fjörðinn góða á merkum degi í sögu íslensks íbúalýðræðis, þegar Hafnfirðingar fengu að taka ákvörðun um hvort þeim hugnaðist hin mikla stækkun álversins í Straumsvík sem fyrirtækið vill ráðast í.  Mjótt var á munum en ákvörðun liggur fyrir, ég er sátt við niðurstöðuna og er afar stolt af því að vera Hafnfirsk Samfylkingarkona í dag.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband