Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
15.3.2007 | 09:40
Vinna unglinga
Ég var stórhrifin af auglýsingu frá Afli, starfsgreinafélagi í Dagskránni sem kom út hér fyrir austan í gær. Þar voru foreldrar minntir á að huga að hversu mikið unglingarnir þeirra (jafnvel 13 - 14 ára!) ynnu með skólanum og að kjarasamningar væru oft brotnir gagnvart þessum krökkum.
Neysluhyggjan er orðin svo rosaleg að börn telja sig þurfa að vinna hálfa vinnu til að eiga fyrir "bráðnauðsynlegum" útbúnaði unglingsins...., ef foreldrar eru þannig staddir fjárhagslega að þeir hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir unglinginn...
Frjálshyggjuöflin sem verið hafa við stjórnvölinn hafa lítið spyrnt fótum við þessari þróun, þeirra fólk vill hafa neysluna sem mesta.
Nú þurfum við félagshyggjuöfl til að leggja meiri áherslu á mannleg gildi í samfélaginu, foreldrar þurfa meiri tíma til að vera með börnum sínum og hjálpa þeim að móta sér lífssýn á sjálfstæðan hátt út frá öðru en veraldlegum gæðum...
Jæja nóg um heimspeki. Lára Stefánsdóttir varaþingmaður er að koma í Egilsstaði á eftir og við ætlum að heimsækja nokkrar stofnanir, drekka kaffi í Kaupfélaginu, hún tekur örugglega eitthvað af myndum ef ég þekki hana rétt....
Nú er kosningabaráttan hérna fyrir austan að mótast, búið að finna húsnæði fyrir kosningaskrifstofu bæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði, Þóra Guðmundsdóttir verður kosningastjóri og við brosum bara fallega framan í heiminn og hlökkum til baráttunnar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2007 | 10:48
Vor í lofti
í dag er frábært veður á Egilsstöðum - vorið virðist rétt handan við hornið. Það er búið að vera leiðindaveður hérna, meiri úrkoma en við eigum að venjast svo sólin er afar kærkomin.
Í skólaveruleikanum er mars oft langur og strangur, 4 heilar vikur án upprofs reynast ungmennunum erfiðar. Samt er mikið um að vera hér í ME, frumsamið leikrit "Súper Maríó" var frumsýnt á föstudaginn var, núna á föstudaginn er "Barkinn", söngvakeppni skólans og föstudaginn 16. mars mun "Gettu Betur" lið skólans etja kappi við lið MH í sjónvarpinu og krakkarnir ætla að flykkjast suður til að styðja sitt fólk. Erfitt að gera hornaföll nógu áhugaverð til að keppa við þessa viðburði um athygli og áhuga....
Í pólitíkinni er líka vor, skemmtilegur aðalfundur Héraðslistans var á þriðjudaginn þar sem stjórnin var endurkjörin og fjörlegar umræður fóru fram um bæjarpólitíkina, í þessum hópi hafa menn sterkar skoðanir sem gerir umræðuna fjörlega....
Í landspólitíkinni hér er það helst að frétta að húsnæði fyrir kosningaskrifstofu á Egilsstöðum er fundið og um það samið, vonandi getum við tekið það í notkun um miðjan mánuð...
Kosningabaráttan hefst fyrir alvöru þegar þinginu lýkur sem verður um miðjan mánuð líka, kosningatjóri kemur til starfa í lok mánaðar þannig að allt er að gerast...., hlakka til að vinna að göfugum málstað jafnaðarstefnunnar í góðum hópi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2007 | 20:32
Tæpar 10 vikur til kosninga
Tíminn flýgur áfram, mér skilst að þannig sé tilfinningin þegar aldurinn færist yfir...Nú nálgast sá spennandi tímapunktur þegar Íslendingar geta í lýðræðislegum kosningum losað sig við ríkisstjórn sem í 12 ár hefur alið á ójöfnuði og unnið að því leynt og ljóst að hygla auðmönnum og auka þannig stórkostlega bilið milli ríkra og fátækra. Í 12. maí leynast stórkostleg tækifæri til að koma jafnaðarstjórn á með konu í forsæti - ég treysti okkar skynsömu þjóð til að grípa tækifærið. Það er spennandi að fá að vinna að því að þetta tækifæri verði að veruleika.
Í bæjarmálunum þurfum við að vinna að ýmsum málum, skotveiðsvæði þarf að verða til í sveitafélaginu, en erfitt er að finna rétta staðinn, skothvellir og högl eru ekki beinlínis efst á vinsældarlistanum hjá landeigendum og fjáreigendum. Miðbæjarmálin, skólamálin og margt fleira spennandi er í gangi.
Heima er stærðfræðin hennar Berglindar Rósar enn eitt af stóru málunum, en í morgun sagði hún að almenn brot væru skemmtileg svo sigrar vinnast á öllum vígstöðum....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 09:58
Kraftur ungmenna
Á mínum sokkabandsárum var mikið talað um hústökufólk og bz. Ég bar ákveðna virðingu fyrir hugmyndafræði þessa hóps en var ekki sammála aðferðafræðinni.
Nú einhverjum hrukkum og gráum hárum seinna er ég á sömu skoðun. Það er virðingarvert að berjast fyrir skoðunum sínum og sannfæringu, en hið frábæra samskiptatæki mannsins, tungumálið, gleymist stundum sem besta baráttutækið.
Sem unglingakennari í aldarfjórðung veit ég að hægt er að tala við allt ungt fólk svo fremi sem bæði eyru og munnur eru nýtt á virkan hátt og viðmótið sem unga fólkið fær er vinsamlegt og þau finna að viðmælandinn hefur áhuga á þeim og þeirra málum.
Ég tel ekkert í þjóðfélaginu eins mikilvægt og unga fólkið. Ef hugmyndir þess og orka er nýtt á jákvæðan hátt er samfélagið í góðum málum. Leggjum því ofuráherslu á það að hlusta á unga fólkið því þá hlustar það mun betur á það sem við höfum að segja og er tilbúnara til að fara að okkar ráðum og samkomulag næst í álitamálum.
Þetta tel ég reyndar mjög farsæla aðferðafræði í pólitík líka, stjórnmálamennirnir þurfa að fara út til fólksins og hlusta á þeirra hugmyndir og rök þá er líklegra að almenningur skilji störf og áherslur pólitíkusanna betur.
Góð kona sagði eitt sinn við mig að við hefðum tvö eyru til að hlusta helmingi meira en við töluðum - góð speki það.
Rýming Ungdomshuset hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar