Leita í fréttum mbl.is

Eðlilegt samhengi

Mér finnst merkilegt að fylgjast með því hversu auðveldlega margir þingmenn stjórnarandstöðunnar taka hluta máls úr samhengi og nýta þennan hluta til að finna höggstað á málstað stjórnarinnar sem er þó fyrst og fremst í því að finna lausn á vanda sem  var skapaður  í stjórnartíð stjórnarandstöðuflokkanna í góðærinu.  Það að ala á ótta um að við séum að fórna fiskimiðum og orkuauðlindum með samningum um Icesave er beinlínis ljótt og ekki til þess fallið að telja kjark í þjóðina  - því ekkert slíkt er inni í myndinni, túlkunin er afbökun af verstu gerð...

Nú sit ég og hlusta á málflutning stjórnarandstöðunnar um frumvarp um kjararáð, innihald þess er það að engin laun hjá ríkinu verði hærri en laun forsætisráðherra.  Stjórnarandstaðan setur sig upp á móti þessu - talar um lýðskrum og hættu á landflótta - landflóttinn kann að vera hætta - en íslenska ríkið hefur bara ekki efni á því að greiða hærri laun núna og getur ekki verið þekkt fyrir það um leið og það vinnur að samningi um takmarkaðar launahækkanir á almennum vinnumarkaði og skerðir jafnvel kjör lífeyrisþega og öryrkja.

Eitt frammíkallið sem ég greindi áðan þegar fjármálaráðherra var að kalla eftir samstöðu um ábyrga afstöðu í ríkisfjármálum - en við erum nú í stjórnarandstöðu - segir mikla sögu - stjórnarandstaðan telur elilegt aðhald sitt við stjórnarliðana felast í því að vera nær sífellt fúll á móti...

En allt er þetta hið ágætasta fólk sem í raun er á þingi til að vinna þjóðinni sem mest gagn - hin sterka hefð fyrir því að stjórn og stjórnarandstaða séu nánast andstæðir pólar virðist bara vera afar föst í sessi - en ég vildi að við gætum oftar tekið höndum saman á þessum erfiðu tímum...

En núna ætla ég að gista á Hótel Mömmu í nótt og vera til í slaginn aftur í fyrramálið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæl.

Mér finnst stjórnarandstaðan standa sig alveg hræðilega illa. Að upplifa þessa nýflokka jafn óábyrga og þeir hafa komið fram er ótrúlegt.

Þeir ráðast á skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og ef við tökum hátekjuskattinn, sem þeir eru auðvitað á móti. Hvar hefðu þeir borið niður í sínum aðgerðum? Nú er það svo að við þurfum ekki að spyrja Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Þeir sýndu okkur hvar þeirra hjarta sló meðan þeir störfuðu saman. Það hjarta sló fyrir hina tekjuhærri og betur settu í þessu samfélagi.

Nú duga engin leikrit. Nú þarf að taka til. 

Gangi þér og ykkur vel.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband