26.5.2009 | 07:28
Kerfið er þungt í vöfum
Það er erfitt að vera þolinmóður og bíða eftir jafnmikilvægu máli og uppgjöri gömlu bankanna til að hin rauverulega endurreisn bankakerfisisns geti farið af stað. En um leið þýðir ekki annað en að vanda sig - maður sér að nú er verið að leiðrétta lagafrumvörp vegna þess að asinn hefur verið og mikill í lagasetningunni í verulega góðri trú, en ekki gafst tími á harðahlaupunum til að hugsa allar hliðar til loka.
Bankarnir eru algerlega nauðsynlegir til að halda atvinnulífinu gangandi og tryggja eðlilega veltu í samfélaginu. Nýju bankarnir virðast starfa þokkalega og vera að veita lán til eðlilegrar uppbyggingar en þetta uppgjör á gömlu bönkunum virðist hanga yfir okkur eins og svart ský og því þarf að blása burtu.
Ég las í gær mjög gott erindi Gunnars Þ. Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem hann flutti á aðalfundi samtaka fjármálafyrirtækja. Þar er talað á mannamáli og ekkert verið að færa hlutina í sparifötin.
Hann segir íslenska viðskiptalíkanið sem átti að vera svo gott - um miðjan áratuginn - hafi verið eðlisgallað og stærsta gallann telur hann hafa verið hinn sterka útrásaranda sem ekki hafi verið í neinu samhengi við getu íslensks hagkerfis. Þegar gagnrýnisraddir heyrðust var talað um öfund vegna einstakrar velgengni útrásarvíkinganna okkar.
Gunnar vitnar í velviljaðan gagnrýnanda sem hafi sagt: " Þið verðið að fara varlega annars verður land gufuorku þekkt sem land gufutals". Gunnar ræðir líka um hlutverk fjölmiðla sem aðhaldsafls og telur þá algerlega hafa brugðist hlutverki sínu á þessum tímun. Lokaorð hans eru jákvæð þegar hann telur okkur að ef við lærum af mistökunum munum við fá tækifæri til að byggja upp betra fjármálakerfi, betra hagkerfi og ríkara samfélag.
Ég sit í viðskiptanefnd þingsins og fæ því tækifæri til að fylgjast vel með viðskiptaumhverfinu og nýsköpun þess á næstu mánuðum - spennandi, því þetta er geiri sem ég þekki ekki neitt en tel einmitt gott að einhverjir slíkir, sem spyrja spurninga og telja það gamla ekki sjálfgefið sitji í þessarri nefnd.
En nú skín sólin á mig hérna í Grafarholtinu og ég ætla aðeins að skoða hana betur í göngu um hverfið núna í morgunsárið og fara síðan í vinnuna og lesa mér enn betur til um hin ýmsu mál sem bíða afgreiðslu. Eins gott að ég gleymi ekki að hringja í unglinginn minn sem er að fara í próf í samfélagsfræði.
Og svo hugsa ég að gestur númer 100.000 kíki inn á þessa síðu í dag!
![]() |
Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður hefur það svolítið á tilfinningunni að öll þessi spilling og allt þetta klúður sem við sitjum uppi með sé bara eins og kviksyndi - við sökkvum dýpra og dýpra og það er þrautinni þyngra að komast upp
En þú verður að hafa verðlaun fyrir gest nr. 100.000 gæskan
Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:21
Hæ, hæ! Bara smá kveðja frá litlu systur, sem er smá svekkt núna! Varð gestur nr. 100001 á síðunni þinni! Ætlaði svoleiðis að negla þetta - Jóhanna Herdís kíkti inn á síðuna þína og var nr. 99999 og þá var ég ekki sein á mér - en samt aðeins of sein
. Vona bara að viðkomandi hafi tekið eftir því að hann/hún varð sá hundrað þúsundasti!
Hanna Petra (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.