Leita í fréttum mbl.is

Einfalt kerfi

Mér finnst ég aftur og aftur heyra fólk kvarta hástöfum undan því að þegar það þarf að sækja sér aðstoð hins opinbera vegna hinna ýmsu mála sé kerfið erfitt - aðilar vísi hver á annan og mikil hætta sé á uppgjöf umsækjenda áður er leyst hefur verið úr flækjustigi, pappírar útfylltir og búið að heimsækja bæði Pontíus og Pílatus. 

Það er talsverður munur á töfralausnum sem koma inn um bréfalúguna og þess veruleika sem fólk lýsir. 

Þess er krafist að nám skólabarna sé einstaklingsmiðað og sú krafa er að verða svo gömul að hún er að verða þreytt í skólakerfinu - ég held að það þurfi að fara að nota þessa ágætu hugmyndafræði í ýmsum félagslegum úrræðum fyrir þá sem eru í fjárhagsvanda, félagslegum vanda eða heilbrigðislegum vanda. 

Einstaklingsmiðað, einfalt og aðgerðamiðað eru hugtök sem þurfa að vera ofarlega í kolli okkar sem erum að skipta okkur af hinum opinbera geira.

Er búin að vera að fylgjast með örverpinu keppa á fermingargjöfinni, á Selfossi, í dag, hún stóð sig eins og hetja, komst í úrslit bæði í fjórgangi og tölti.  Simbi er gegnummjúkur og vel taminn, Berglind Rós á eftir að læra betur á hann - eða þau hvort á annað.  Krakkarnir voru afar vel ríðandi en ég var hugsi yfir því að mér sýndist, sem ábyrgðarlausum leikmanni, knaparnir fá hærri einkunn fyrir það að hestarnir lyftu framlöppunum sem hæst með því að nýta einungis frampart hestsins en þegar allir vöðvar hestsins eru nýttir sem lýsir sér í mjúkum hreyfingum og fótum lyft áreynslulaust vegna heildarburðar hestsins - útkoman er mismunandi, fyrri aðferðin er í fljótu bragði meiri fyrir augað en sú síðari greinilega hestvænni og því finnst manni hún faglegri.  En ég hef afar takmarkað vit á þessu, fannst þetta bara svo áberandi í dag.  En fermingarstúlkan var sátt og sæl og það er fyrir mestu.

Á morgun er þingflokksfundur og aftur á miðvikudaginn svo ég ætla að njóta þess að vera í borginni og vera að setja mig inn í nýja og spennandi vinnu, næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr sammála þér svo sammála. ... 

Dandý (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband