23.4.2009 | 22:24
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn. Ég var að koma úr góðri ferð á Vopnafjörð - þar hitti ég gamla nemendur, samstarfsfólk úr pólitíkinni, vopnfirska jafnaðarmenn og kannski einhverja sem ekki voru þeim megin í pólitíkinni...
Ég var mjög hrifin af því að koma á kaffisölu Slysavarnarfélagsins í Miklagarði og sjá hversu vel var mætt og hversu mikil samstaða virðist með fólkinu á staðnum. Við grilluðum pylsur fyrir utan kosningaskrifstofuna og 100 pylsur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Vopnfirðingar eru duglegir og vinnusamir og berja ekki lóminn en ýmislegt brennur á þeim svo sem kostnaður við að eiga börn í framhaldsskóla, samgöngur og Evrópusambandið.
Það þarf að stórefla sjóðinn sem greiðir jöfnunarframlag vegna náms - það er engan veginn ásættanlegt að foreldrar þurfi að greiða milljónir fyrir það að börn þeirra geti sótt nám í framhaldsskóla. Misréttið er hróplegt eftir búsetu - það er himin og haf á milli þess að þurfa að senda barn sitt að heiman 16 ára á heimavist með tilheyrandi aðskilnaði og kostnaði eða að barn geti gengið í skólann og búið heima.
Vegurinn um Vopnafjarðarheiði er ekki í nokkrum takti við nútímann - eins gott að framkvæmdir við nýjan veg eru að hefjast - það er bara neyðarsímasamband mestan hluta leiðarinnar, auðvitað betra en ekkert en þó takmarkað.
Það er greinilegt að hræðsluáróður gagnvart stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum eru áberandi - mér finnst við stöðugt vera að minna á að við ætlum bara að sækja um aðild og bera samninginn undir þjóðina - ekki að þrýsta okkur inn hvað sem tautar og raular - upplýst umræða og kynning á meðan viðræður standa yfir og eftir að samningsdrög liggja fyrir eru nauðsynlegar til að þjóðin geti tekið afstöðu.
Mér líður vel í þessari kosningabaráttu - þess fullviss að málstaðurinn er frábær og lífsnauðsynlegur, tveir dagar eftir og þeir verða nýttir vel.
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar.
Jón Halldór Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.