16.4.2009 | 13:04
Veljum íslenskt - á sama verði um allt land
Fór í heimsókn í Miðás á Egilsstöðum í morgun, fyrirtækið framleiðir Brúnásinnréttingar og hefur gert það um árabil. Nýr sýningarsalur var tekinn í notkun fyrir rúmu ári og þar eru stórglæsilegar eldhús- og baðinnréttingar til sýnis svo og fataskápar, auk þess býður fyrirtækið upp á ókeypis teikniþjónustu og - rúsínan í pylsuendann er, sama verð um allt land - það er greinilegt að fyritæki á landbyggðinni hafa meiri skilning á því hvað flutningskostnaður er íþyngjandi en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég er stórhrifin og hreykin af þessu flotta fyrirtæki sem er ekki með neinn barlóm - en aðlagar sig breyttum aðstæðum og horfir til framtíðar.
Svo leit ég við á sjúkrahúsinu og heilsaði upp á heldri borgara þessa samfélags - fékk hlý handtök, falleg bros og hlýjar kveðjur frá því fólki sem vann hörðum höndum að því að byggja upp Ísland, en hefur nú sest í helgan stein og er afar þakklátt fyrir jafn sjálfsagðan hlut og að eftir þeim sé munað.
Síðdegis ætla ég svo að hitta umhverfisráðherra með þróunarstjóranum mínum, renna svo í Skriðuklaustur og vera viðstödd þegar fyrsta skóflustunga verður tekin að gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Skriðuklaustur, eftir það verður stefnan tekin norður í land, með framboðsfundinn á fullu í útvarpinu. Verð að viðurkenna að ég er orðin svolítið spennt að heyra niðurstöður skoðankönnunarinnar hér í kjördæminu, tölur verða birtar síðdegis, vonandi erum við komin upp fyrir 25% fylgi hér .
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Álver og Virkjun og Hvað svo ?
Mér langar að vita hvað stjórnvöld og frambjóðendur í NA kjördæmi ætla gera í Atvinnumálum hérna á mið-austurlandi .
Hérna flutti helling af fólki frá öðrum landsvæðum og starfaði við framkvæmdir bæði í kárahnjúkum og á Reyðarfirði og sumir settust hérna að.
Og ætluð að reyna að fá atvinnu við Álverið á Reyðarfirði ,en ráðningasystemið hjá Fjarðaráli var mjög skrítið og fólk sem er vant að vinna fékk yfirleitt ekki vinnu þar.
Svo hafa verið mjög mörg dæmi þess að annar makinn hefur fengið góða og fasta vinnu en hinn fær enga vinnu eins og ég þekki mjög vel.
Ég var komin í góða vinnu á Höfuðborgarsvæðinu við hópferðaakstur og strætisvagnaakstur og um miðjan júlí fékk ég póst frá Launafli á Reyðarfirði og um var samið að ég kæmi til þeirra í sumarslok 2008 og sagði upp vinnu og húsnæði á Höfuðborgarsvæðinu og kom austur og þegar fór að líða að ég gæti byrjað hjá þeim þá var allt breytt hjá þeim og þeir sögðu mér að segja öllu lausu í bænum og koma austur.
Ég komin austur aftur á gylliboði frá Launafli atvinnulaus með svikið loforð.
Sjá má góða bloggfærslu um þetta mál hérna http://gudjono.123.is/blog/record/301329
Ég hef gengið hérna atvinnulaus í rúmt ár í heild síðan ég flutti hingað austur haustið 2004.
Ekki batnaði ástandið í haust með bankakreppunni og efnhagshruninu og svo þegar Malarvinnslan og KHB fóru á Hausinn.
Ég spyr ykkur hvað ætlið þið gera til efla atvinnulífið hérna ?
Það verður að koma hérna annað mannfrekt fyrirtæki hérna á við Álverið .
Svo að breyta þessu hugafari hjá Innfæddum hérna eins og héraði að ráða helst ekki aðflutta andskota eins og við erum kallaðir hérna sem höfum flutt hingað og sest að hérna .
Virðingafyllst
Guðjón Ólafsson
Gutti62@gmail.com
Guðjón Ólafsson, 16.4.2009 kl. 13:56
Sæll Guðjón!
Leiðinlegt að heyra að þú sért atvinnulaus og í vandræðum, vona að það birti til hjá þér hið fyrsta. Eftir því sem ég hef heyrt í gegnum Vinnumálastofnun lítur sumarið þokkalega út og gert er ráð fyrir því að atvinnuleysi muni snarminnka í sumar. Framundan eru stór vegaverkefni t.d. á Vopnafirði sem góðar líkur ættu að vera á að fá vinnu við. Ég er ein af þessum aðfluttu og hef aldrei upplifað það að vera ekki velkomin svo mér finnst mjög leiðinlegt að heyra um reynslu þína. Held að framundan sé betri tíð með meiri atvinnu, vona svo sannarlega að þú eigir alvöru hlutdeild í þeirri björtu tíð. Vona að þú og fjölskylda þín hafi það sem best.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 18.4.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.