Leita í fréttum mbl.is

Laun og skattar

Staðan í þessu landi er þannig að launum er afar misskipt - meginþorri launþega er með ósköp eðlileg laun - nokkrir eru með ofurlaun og aðrir með smánarlaun.

Það hefur verið tilhneiging að seilast í vasa þessara með eðlilegu launin þegar vandi steðjar að, ofurlaunafólkið virðist ósnertanlegt og sem betur fer er þegjandi samkomulag að ráðast ekki á smánarlaunin.

Verðum við ekki að brjóta glerhjúpinn í kringum ofurlaunakappana og fara með eðlilegum hætti í þeirra vasa frekar en í þessa venjulegu vasa sem virðast svo handhægir? Hækkun fjármagnstekjuskatts gæti virkað vel til að ná því.

Mér finnst hugmyndin um bæði skattahækkanir og launalækkanir fráhrindandi. Mér finnst allt annað að tala um frestun launahækkana með samningum, niðurskurð á yfirvinnu og aukagreiðslum, flestir skilja þær aðgerðir þó fólk berjist auðvitað á móti og verji kjör sín - enda þurfa flestir á hverri sinni krónu að halda til að standa skil á skuldbindingum sínum.

Í niðurskurðinum hjá okkar bæjarfélagi var farið margar umferðir og alltaf fannst eitthvað sem mátti skera aðeins í án þess að skerða grunnþjónustu og segja upp fólki - ég vil að það sé byrjað að fara nokkrar svona umferðir í ríkisbákninu áður en farið er í beinar launalækkanir hjá ríkisstarfsmönnum með meðallaun sem flestir eru að vinna með fólk og eru sjálfsagt að meirihluta konur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega léttir mig að sjá að þú tekur ekki undir þessa "blönduðu leið", Jónína. Hafði á tímabili áhyggjur að þetta væri á dagskrá. Því miður hljómuðu Katrín Jakobsdóttir og Helgi Hjörvar líklega. Hér skulum við fara hægt yfir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góð umræða hér sem endranær. Ég tel mikilvægt að ákveðin sátt náist um það sem kalla má eðlilegan launamun. Yfirvinna og vaktaálög mætti þá borga fyrir með frítöku, að hluta.

Vinnutími hérlendis er til dæmis mun lengri en þekkist á norðurlöndunum.

Launalækkun hjá hinum almenna launþega finnst mér koma til greina ef vinnutíminn er styttur.

Jón Halldór Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband