Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti, frelsi og samábyrgð

Í þessum þremur hugtökum felst meginhugsun jafnaðarmennskunnar. 

Krafan um jafnan rétt hefur hljómað um aldir - en greinilega ekki nógu hátt og ekki alveg á réttum nótum því hún er enn nauðsynleg og þörf.  Það virðist vera afar erfitt að ná fram fullum réttindum til handa þeim hópum sem áður hafa verið réttarlitlir eða réttlausir, hefðin er sterk og erfið við að eiga - en aldrei skal gefist upp og nýrra leiða stöðugt leitað

Frelsi til hugsunar, sköpunar og athafna er nauðsynlegt til þess að endurnýjun eigi sér stað - en frelsið má ekki ganga yfir aðra sem eiga sama rétt til frelsis - öfgalaust frelsi með nauðsynlegu eftirliti er af hinu góða og skapar ný tækifæri...

Samábyrgð er lykilatriði í samfélagi nútímans þar sem hraði ræður ríkjum og þeir sem lítið láta í sér heyra gleymast gjarnan. Það er á ábyrgð samfélagsins, okkar allra, að allir einstaklingar búi við mannsæmandi aðstæður, fái að halda reisn sinni og virðingu og séu metnir eins og þeir eru. Það besta sem við getum gert er að hjálpa hverjum einstaklingi til að hjálpa sér sjálfum eins og kostur er en styðja dyggilega við hann þar til hann er tilbúinn til þess.

Í þessum lykilhugtökum felst það að vera samfélag með manngildi og skapandi kraft að leiðarljósi.  Samfélag þar sem fólk stendur með fæturna á jörðinni, nýtir hugsun sína og krafta í eigin þágu og annarra en gleymir aldrei að láta hjartað slá taktinn....

Þetta er að vera jafnaðarmanneskja - sósialdemókrati. Það er skemmtilegt, spennandi og skynsamlegt. Það eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva það, þess vegna er Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins - og þar er pláss fyrir enn fleiri - allir eru velkomnir.  Megið þið eiga góðan og jafnan dag, kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er gaman og fróðlegt að lesa bloggin þín. Það jafnvel færist yfir mig notaleg tilhugsun að enn finnist pólitíkus sem hefur jafnaðarmennskuna að leiðarljósi. Aðsama skapi fyllist ég andúð og reiði við lestur frétta af íhaldinu. En kannski er ég of dómhörð. Að vera framsókn er bara fæðingargalli, sagði maðurinn forðum. Ég vil bæta íhaldinu við.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Á undanförnum árum hefur ójöfnuður stóraukist á Íslandi.  Góðærinu var ekki bara misskipt, heldur var það bara góðaæri fyrir suma.

Fólkið sem beið eftir góðærinu. en fékk ekki, hafnar frjálshyggjunni og hægri stefnunni og nú hefur okkar þjóðfélag þörf fyrir umbætur í anda  jafnaraðstefnunnar.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband