7.4.2009 | 08:58
Stöðugleiki
Þegar maður fer að hugsa um hvernig er best að koma heimilum og fyrirtækjum landsins til aðstoðar kemur hugtakið stöðugleiki æ oftar upp í hugann. Það að geta gert áætlanir um framtíðina með nokkru öryggi er okkur mjög mikilvægt - við reiknum oftast með stöðugleika þegar við tökum ákvörðun um að kaupa húsnæði, bíl eða annað. Það eru sveiflurnar í vísitölu og gengi sem fyrst og fremst eru að fara illa með okkur fjárhagslega.
Og ég verð að viðurkenna að ég sé ekki aðrar leiðir til að tryggja þennan stöðugleika en að taka upp samstarf við þær þjóðir sem líkastar okkur eru í Evrópu og geta tryggt okkur öruggan, stöðugan gjaldmiðil með tilheyrandi baktryggingum.
Ég er eins og aðrir Íslendingar ákveðinn þjóðernissinni í mér og sé kosti þess að við séum bara við með okkar krónu, engum háð, en ég vil frekar vera fullvalda í jafnræðisfélagi með öðrum af fúsum og frjálsum vilja en þræll bankans og ónýts hagkerfis sem er búið að binda mig átthagafjötrum og fjárhagslegum fjötrum næstu áratugina vegna eins skitins íbúðaláns.
Það er ljóst að við getum aldrei svarað áleitnum spurningum um Evrópusambandsaðild öðru vísi en að spyrja með formlegum hætti - hver eru rökin fyrir að spyrja ekki????
Þegar englabossinn minn var lítill var hann ekki sérstaklega hugrakkur og það versta sem hann vissi var að spyrja eftir vinum sínum - hann var hræddur við að vera hafnað eða að eitthvað óvænt kæmi upp á. Við tókum marga leikþætti þar sem við lékum allar hugsanlegar útfærslur og hann fékk að vita að hann gæti aldrei vitað hvort strákarnir vildu leika nema að spyrja - oftast gekk vel og hann kom heim glaður og ánægður með þann samning sem hann hafði náð stundum var hann hnugginn því hann fékk ekki það svar sem hann vildi helst fá - en hann spurði og fékk svör - held að þjóðin þurfi að fá englabossahvatningu og þora að spyrja hvað sé í boði...
En nú þarf ég að vera óskaplega dugleg í dag - ætla að byrja á því að taka hreindýrakjötið úr frysti og þrífa bílinn. Það er svo Fjáraflsfundur í hádeginu og fermingaræfing í Vallanesi þar á eftir og ýmislegt annað skemmtilegt liggur fyrir þennan daginn. Megið þið öll eiga góðan dag.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fegin að heyra í Samfylkingarkonu sem ekki er höll undr ESB. Varðveitum menningu okkar og sennilega ómenningu líka, höfnum ESB og AGS.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.4.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.