Leita í fréttum mbl.is

Á brúninni

Í pólitískri umræðu í gærkvöld var mikið talað um hvað væri hægt að gera til að auðvelda heimilum að láta enda ná saman.  Við töldum að það væru ótrúlega margir sem væru hættir að sofa af áhyggjum af ástandinu og það væri að sjálfsögðu að fara mjög illa með margar fjölskyldur - stolt okkar gerir okkur það erfitt að biðja um hjálp - við erum svo vön að bjarga okkur sjálf, seyglast áfram og vinna bara meira - nú er sá möguleiki ekki inni í myndinni - sitjum við þá bara heima, kvíðin og svefnlaus - og hvernig fer það með börnin okkar??? Aðgerðir til hjálpar heimilum eiga ekki að vera neinar jólagjafalausnir með framsóknarbragði - en það má ekki verða svo flókið að leita sér hjálpar að það þurfi nánast háskólapróf til að sækja um.

Annað sem kom ákveðið til tals var afskriftir - er það eðlilegt að það sé hægt að afskrifa skuldir auðmanna og stórfyrirtækja en ekki skuldir heimila - það er engan veginn eðlilegt að við samning tveggja aðila eins og einstaklings og peningastofnunar sé það eina sem er alveg pottþétt að allur kostnaður lendir á einstaklingnum - peningastofnunin er þar alveg stikkfrí...  Mér finnst að það eigi að skoða alla möguleika á að við flutning lána milli peningastofnanna njóti allir þeirra afskrifta sem verða, líka einstaklingar sem skulda.

En nú er best að spjalla við unglinginn og fá sér hafragraut... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband