Leita í fréttum mbl.is

Enn um húsnæðismálin...

Ég er rosalega upptekin af því að finna leið sem gerir það að eignast húsnæði eða búseturétt að eðlilegu fjölskyldumáli, ekki að lúxus sem múlbindur fólk á skuldaklafa alla ævi.

Er það ekki eðlilegt að fólk geti fengið lánaðar 20 milljónir óverðtryggt með 2% vöxtum einu sinni á ævinni til að tryggja sér og sínum aðstæður til að skapa öruggt heimilislíf, ef fólk hefur síðan efni á og metnað til getur það síðan tekið óhagstæðari lán til að stækka við sig.

Ég er til í að berjast fyrir þessu máli næstu áratugina - mér finnst þetta slíkt réttlætismál.

Það má vera dýrt að eiga bíl, fara út að borða, fara til útlanda - en sjálfsögð mannréttindi eins og að eiga öruggt heimili eiga ekki að vera dýr...  gömul lán má endurfjármagna á þessari línu - notum afskriftirnar til þess - allir geta haldið virðingu sinni og borgað skuldir sínar uppréttir vitandi að þeir eru ekki bundnir á skuldaklafa það sem eftir er.

En nú ætla ég á kosningaskrifstofuna og spjalla við mitt fólk...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er svoooo sammála þér, gangi þér vel með þetta mannréttinda baráttumál

Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband