Leita í fréttum mbl.is

Nóg komið

Fram að þessu hef ég verið á þeirri skoðun að gefa eigi ríkisstjórninni tóm til að vinna að endurreisn efnahagslífs þjóðarinnar og að ekki sé ábyrgt að stökkva af sökkvandi þjóðarskútunni því í endurreisninni þurfi hugsjónir jafnaðarmennskunnar að vera áberandi og raunar leiðarljós.

En jafn sannfærð hef ég verið um að ekki megi leppa frjálshyggjuhugsun samstarfsflokksins og sú sannfæring færist í aukanna.  Nú er svo komið að þolinmæðin er nánast þrotin, ekkert bendir til þess að samstarfsflokkurinn sé tilbúinn til að ráðast á vandann af fullri einurð, taka á ónýtum eftirlitsstofnunum, vinna gegn spillingu og taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni örfárra auðmanna. 

Auðvitað á Samfylkingin sinn þátt í ósköpunum, við erum í ríkisstjórn.  Við brugðumst í eftirlitshlutverkinu, ekki spurning, en við eigum ekki rótgróna hlutdeild í málinu eins og samstarfsflokkur okkar.

Samfylkingin hafa sýnt þolinmæði, barist áfram  og reynt að beita áhrifum sínum án teljandi árangurs og því ekki annað í boði en að leita annarra leiða til að framfylgja stefnu jafnaðarmanna um óspillt, réttlátt samfélag. 

Hættum samstarfinu áður en meiri skaði verður, vinnum þá breytingu á réttan hátt, gefum henni ákveðinn tíma  - en samt ekki of langan og stefnum að kosningum sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála..kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

jammmm

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að lesa þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband