Leita í fréttum mbl.is

Kvenréttindadagurinn 19. júní

Þegar maður veltir fyrir sér hver jafnréttisstaða kynjanna er í samfélaginu í dag, getur maður fyllst vonleysi... enn þarf að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum og sömu launum fyrir sömu vinnu, enn reynist konum erfitt að samræma metnað á vinnumarkaði og barnauppeldi og svo má halda áfram talsvert lengi...,

En til að sjá vonina finnst mér við konur þurfa að vera ákveðnar í því að vera alltaf til á okkar forsendum - við eigum ekki að fara í karlaleik og nota leikreglur sem eru okkur ekki tamar.  Við getum náð langt á þeim vettvangi sem okkur langar til að ná langt á með því að vera við sjálfar, nýta styrkleika okkar, viðurkenna veikleikana og vera óhræddar við að spyrja og leita svara.  Við þurfum ekki alltaf að vera með próf eða námskeið upp á vasann til að tjá okkur um málefni, við erum klárar og kunnum aðferðir til að kynna okkur hin ýmsu mál.

Við þurfum að vera duglegar að ögra okkur sjálfum og framkvæma helst eitthvað á hverjum degi sem við treystum okkur eiginlega ekki til, þannig vöxum við og döfnum og verðum tilbúnari í að breyta jafnréttisstöðunni.

Áfram stelpur við getum allt sem við ætlum okkur - verum góðar fyrirmyndir fyrir dætur okkar og þeirra dætur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband