Leita í fréttum mbl.is

Norrænt samstarf

Framundan er spennandi dagar í Finnlandi, við erum að fara þrjár dömur frá Fljótsdalshéraði á vinabæjarmót í Aanakoski. Með okkur í för verða líka tveir fulltrúar frá Norræna félaginu.  Ég hef aldrei farið á svona samkomu áður en hlakka mikið til, það norræna samstarf, sem við í Hallormsstaðskóla vorum í, var afar farsælt og ekki síst skemmtilegt. Óneitanlega erum við sérstaklega tengd þessum nágrönnum okkar, saga og menning samtengdar og sameiginlegar.

Við erum svo heppnar að hann Pelli er að fara með okkur, sem annar fulltrúi Norræna félagsins, hann er af finnskum ættum og því heimavanur í Finnlandi.  Hann á húsbíl í Finnlandi og er búinn að bjóða okkur með sér akandi fram og til baka frá Helsinki - hann gerir það fyrir okkur að taka tvær mismunandi leiðir svo við sjáum sem mest... Þetta verður til þess að við fáum lengri tíma í Helsinki, en áður var rágert, það er afar spennandi því ég hef aldrei komið þangað áður en heyrt að þar sé margt áhugavert að skoða og upplifa...Smile

En áður en lagt verður í hann til Helsinki ætlum við að funda um reiðvegi í tengslum við aðalskipulagsgerð, í kvöld, og síðan er bæjarráðsfundur hjá mér á morgun, gott að ljúka þeim verkefnum áður en farið er út...

Fór á opnunarhátíð, Á hreindýraslóð á Skjöldólfsstöðum í gærkvöldi, fín hátíð og margt fólk, þetta var hin besta skemmtun, Hákon Aðalsteinsson var veislustjóri og stóð sig frábærlega eins og reyndar allir sem þarna komu fram..., þessi staður er skemmtileg viðbót við ferðaþjónustu á svæðinu og verður gaman að fylgjast með þróun hans. Hreindýrin hafa fram að þessu kannski ekki verið notuð nógu mikið sem fjölbreyttur afþreyingarmöguleiki hér á heimaslóð þeirra, þarna er verið að vinna að þeirri hugmynd.

En nú bíða húsverkin og unglingarnir, lærið bíður í ísskápnum eftir að einhver grillmeistari hendi því á glóðirnar það þarf ekkert að vera á hefðbundnum matmálstíma....

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góða ferð til Finnlands, kæra vinkona.

Hvað er klukkan í Finnlandi?

Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Takk fyrir Jón minn. Klukkan er núna 03:13 í Finnlandi, þremur tímum á undan okkur.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Góða ferð!

Ég tók í fyrsta sinn á móti norrænum vinabæjargestum í fyrra og þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Næsta ár verður vinabæjarmótið í Danmörku og ég vona að ég geti farið....

Sigþrúður Harðardóttir, 10.6.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband