Leita í fréttum mbl.is

Tíminn flýgur

Mér finnst ég svo dugleg ađ blogga - en svo er mađur bara minntur á ađ geta ţess ađ helgarferđinni sé lokiđ og ný helgi sé á brostin... um ferđasögu okkar vísa ég á síđuna hennar Rannveigar: www.latagreta.blogspot.com

En ég náđi mér í flensu í margmenninu í borginni - ég sem var svo heilluđ af ţví ađ geta sest innan um fjölda manns á mínu reki, í leikhúsi, á veitingahúsum, á bar - ţoldi svo ekki svona stóran skammt af samskiptum - og er nánast búin ađ vera rúmliggjandi síđan ég kom heim..., en ég er öll ađ koma til og er ţar međ sennilega búin ađ koma mér upp ónćmi sem er gott ţví eftir páska taka viđ margar Reykjavíkurferđir og ég ćtla mér ađ njóta margmennisins - til ţess er borgin nefnilega svo góđ.  Daglegt líf á Fljótsdalshérađi er frábćrt, engir umferđarhnútar, ferđatími nánast 0, börnin örugg, ţjónusta persónuleg, náttúran viđ húsvegginn og svo mćtti lengi telja - en stundum saknar mađur ţess ađ falla í fjöldann...

En framundan er páskafrí - afar vel ţegiđ - móđurhlutverkiđ og húsmóđurstarfiđ hefur setiđ á hakanum nánast síđan í jólafríinu - svo nú verđur tekin uppeldistörn og heimilinu bjargađ frá lokun af heilbrigđisástćđum...

Svo ţarf ađ lesa ýmislegt - greinargerđ međ nýju ađalskipulagi, skýrslu um flugvöllinn, nýja menntastefnu - og síđan ćtla ég á bókasafniđ og finna mér eitthvađ krydd međ - er nýbúin ađ lesa frábćra bók - Óreiđa á striga - lifđi ađ hluta í bókinni ţá daga sem ég var ađ lesa hana...

Í dag ćtla ég svo ađ sćkja um í meistaranáminu í KHÍ - ćtla ađ nota orlofiđ mitt nćsta skólaár til ađ reyna ađ ljúka meistaranáminu í sérkennslufrćđum - ţađ er ómögulegt annađ en ađ ljúka hálfunnu verki - mig langar til ađ skrifa um eilíf vandrćđi nemenda međ stćrđfrćđina í framhaldsskólanum....

En nú er best ađ fara ađ undirbúa sig fyrir síđasta kennsludag fyrir páska.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband