Leita í fréttum mbl.is

Fyrri laugardagurinn í páskafríinu

Móðurhlutverkið hefur verið ræktað í dag - búin að vera í hrossastússi með börnunum mínum sem heima búa í allan dag.  Við Berglind Rós byrjuðum daginn á kembingum og mokstri og síðan lá leiðin í Stekkhólma þar sem fram fór töltkeppni í ýmsum flokkum, börnin mín gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína flokka og auðvitað er það alltaf voða skemmtilegt, aldrei þessu vant var ég bara mamma, tók myndir og klappaði og flautaði...

Héraðið skartar sínu fegursta í dag - bjart og fallegt vetrarveður - á svona dögum langar mig til að fara á hestbak - ætli ég fái ekki hann Guðmund minn til að ná í Oddrúnu gömlu niður á nes - þá er hægt að fara í fjölskyldutúra í páskafríinu...

Menn eru aðeins að óska mér til hamingju með Valaskjálf - ég er ánægð með að fólk lýsir yfir ánægju með það sem því líkar - ég hlusta meira á gagnrýni þess fólks en hinna sem bara lýsa yfir óánægju... Nú verðum við bara að vinna að því ákveðið og einarðlega að finna góðan rekstraraðila í Valaskjálf sem er tilbúinn til að leggja mikið á sig til að reka í húsinu fjölbreytta starfsemi fyrir hina ýmsu hópa samfélagsins svo afþreying og menning dafni í Valaskjálf sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til hamingju með félagsheimilið, Héraðsmenn. 

Þú segist vilja finna rekstraraðila að félagsheimilinu.  Það er auðvitað draumafyrirkomulagið.  Það hefur þó ekki gengið vel, að öllu leyti.  Oftlega leiðir það fyrirkomulag að meira sé hugsað um hver borgi hvað, en að þróttmikil starfsemi og góð aðstaða fyrir ýmsa félags og menningarstarfsemi sé fyrir hendi.

Kannski er unnt að bjóða út veitingasöluþáttinn, en hafa hússtjórn og húsvörð yfir aðstöðunni að öðru leyti?  

Jón Halldór Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband