25.2.2008 | 22:01
Jákvæðni
Ég held að mér finnist jákvæðni skemmtilegasta persónuleikaeinkennið, skemmtilegasta nálgunin á málum, skemmtilegasta lífsviðhorfið...., jákvæðni er dyggð...
Það þýðir ekki að gagnrýni sé af hinu illa - hún er nauðsynleg til að breyta hlutum til betri vegar og ef hún er uppbyggileg er hún jákvæð og tryggir jákvæða þróun...
Upp á síðkastið hefur verið í gangi neikvæð umræða um ýmislegt tengt Fljótsdalshéraði: neikvæð umræða um heilsársveg yfir Öxi sem er mikið hagsmunamál fyrir Héraðið, neikvæð umræða um Sláturhúsið sem m.a. hýsir ungmennahúsið okkar sem af sérfræðingum er talið með þeim alflottustu á landinu, neikvæð umræða um aðstöðu til samkomuhalds í þéttbýlinu á Egilsstöðum, leidd af þeim aðilum sem seldu samkomuhúsið okkar á sínum tíma....
Það þarf að laga útlitið á Sláturhúsinu, það þarf að vinna að því að auka framboð á afþreyingu fyrir ungt fólk, í samvinnu allra aðila, en það þarf að meta það sem vel hefur verið gert, byggja á því og halda svo áfram í markvissum skrefum að því marki sem verður sett....og vegurinn um Öxi eyðileggur ekkert fyrir Fjarðarbyggð...
Ég er ótrúlega leið á þessari neikvæðu umræðu - hún gerir ekkert gagn....
Ég vil allavega frekar verja mínum tíma með jákvæðu fólki í uppbyggilegum samskiptum...
Jæja - en að hinu daglega lífi... krökkunum mínum gekk alveg ágætlega á Ístöltinu á laugardaginn, komust bæði í úrslit þrátt fyrir stutta þjálfun...., mótið var fínt, en dálítið kuldalegt þegar líða fór á daginn... hátíðin um kvöldið var fín, frábær matur hjá henni Gróu súperkokki og ballið var fínt...
Um næstu helgi er það svo þorrablót í Kverkfjöllum, kappinn hann Maggi og kempan hún Rannveig buðu mér með sér..., hlakka mikið til, skilst að þorrablót í Kverkfjöllum sé afar spennandi skemmtun, svo hef ég aldrei komið í Kverkfjöll...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sælar. Þetta er jákvætt blogg.. Þú ert jákvæð kona.. ég er með úfið hár í dag, það er líka jákvætt.
Dandý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:20
Æi þú veist hvernig þetta er Nína, mönnum lætur betur að tjá sig á neikvæðan, þetta er eitthvað í þjóðarsálinni. Þú mannst líka að það þykir ekkert gáfulegt að vera Pollýanna í sér.
Eymd, volæði og meðalmennskan er einhvern veginn greipt í íslenskan hugsunarhátt. Allt er vont þar til annað kemur í ljós.
En við náttúrulega hugsum sem svo að allt er gott þar til annað kemur í ljós
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:25
Hummm, vantar eitt orð - á neikvæðan hátt
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.