Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðni

Ég held að mér finnist jákvæðni skemmtilegasta persónuleikaeinkennið, skemmtilegasta nálgunin á málum, skemmtilegasta lífsviðhorfið...., jákvæðni er dyggð...

Það þýðir ekki að gagnrýni sé af hinu illa - hún er nauðsynleg til að breyta hlutum til betri vegar og ef hún er uppbyggileg er hún jákvæð og tryggir jákvæða þróun...

Upp á síðkastið hefur verið í gangi neikvæð umræða um ýmislegt tengt Fljótsdalshéraði:  neikvæð umræða um heilsársveg yfir Öxi sem er mikið hagsmunamál fyrir Héraðið, neikvæð umræða um Sláturhúsið sem m.a. hýsir ungmennahúsið okkar sem af sérfræðingum er talið með þeim alflottustu á landinu, neikvæð umræða um aðstöðu til samkomuhalds í þéttbýlinu á Egilsstöðum, leidd af þeim aðilum sem seldu samkomuhúsið okkar á sínum tíma....

Það þarf að laga útlitið á Sláturhúsinu, það þarf að vinna að því að auka framboð á afþreyingu fyrir ungt fólk, í samvinnu allra aðila, en það þarf að meta það sem vel hefur verið gert, byggja á því og halda svo áfram í markvissum skrefum að því marki sem verður sett....og vegurinn um Öxi eyðileggur ekkert fyrir Fjarðarbyggð...

Ég er ótrúlega leið á þessari neikvæðu umræðu - hún gerir ekkert gagn....

Ég vil allavega frekar verja mínum tíma með jákvæðu fólki í uppbyggilegum samskiptum...

Jæja - en að hinu daglega lífi... krökkunum mínum gekk alveg ágætlega á Ístöltinu á laugardaginn, komust bæði í úrslit þrátt fyrir stutta þjálfun...., mótið var fínt, en dálítið kuldalegt þegar líða fór á daginn... hátíðin um kvöldið var fín, frábær matur hjá henni Gróu súperkokki og ballið var fínt...

Um næstu helgi er það svo þorrablót í Kverkfjöllum, kappinn hann Maggi og kempan hún Rannveig buðu mér með sér..., hlakka mikið til, skilst að þorrablót í Kverkfjöllum sé afar spennandi skemmtun, svo hef ég aldrei komið í Kverkfjöll...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælar.   Þetta er jákvætt blogg.. Þú ert jákvæð kona..  ég er með úfið hár í dag, það er líka jákvætt.

Dandý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:20

2 identicon

Æi þú veist hvernig þetta er Nína, mönnum lætur betur að tjá sig á neikvæðan, þetta er eitthvað í þjóðarsálinni. Þú mannst líka að það þykir ekkert gáfulegt að vera Pollýanna í sér.

Eymd, volæði og meðalmennskan er einhvern veginn greipt í íslenskan hugsunarhátt. Allt er vont þar til annað kemur í ljós.

En við náttúrulega hugsum sem svo að allt er gott þar til annað kemur í ljós

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:25

3 identicon

Hummm, vantar eitt orð - á neikvæðan hátt

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband