Leita í fréttum mbl.is

Opnir dagar, aðalskipulag, Djúpivogur og Ístölt 2008

Í yfirskriftinni koma fram helstu viðfangsefni vikunnar.   Það er nóg að gera, mér leiðist ekki þessa vikuna frekar en aðrar.

Í Menntaskólanum eru opnir dagar, þá er skólastarf brotið upp og önnur viðfangsefni tekin fyrir, ísdorg, vetrarakstur, ræðukeppni kennara og nemenda og margt margt fleira. 

Ræðukeppnin var í gærkvöldi, ég var í keppninsliði kennara ásamt Þorbirni, Þórhildi Þöll og Bryndísi Ford.  Umræðuefnið var: Eru austfirsk ungmenni á réttri leið? - kennararnir voru meðmælendur en lið nemenda andmælendur.  Það kom mér skemmtilega á óvart hversu skemmtilegt þetta var, við sigruðum naumlega en ræðumaður kvöldsins var hún Linda Jónsdóttir, nemandi...., keppnisskapið naut sín og allt var látið vaða á báða bóga...., held að hér eftir verði þetta fast atriði á opnum dögum...

Á morgun ætlum við að halda áfram að vinna í nýju aðalskipulagi, sem er afar spennandi verkefni en margar stórar ákvarðanir þarf að taka - á að lengja flugbrautina, á að skipuleggja byggðina meira til suðurs og norðurs eða eigum við að reyna að þjappa henni saman, Melshornsleið - inni eða úti... og svo mætti lengi telja, svo fundum við úti á Eiðum um kvöldið, hlustum á erindi um umhverfismál og hlustum svo á íbúa....

Á föstudaginn koma svo Djúpavogsmenn í heimsókn til okkar - til að skoða stofnanir okkar og stjórnsýslu og til að undirbúa hugsanlegar sameiningarviðræður, við borðum svo saman um kvöldið og Birni Hafþóri hefur verið lofað keti....

Á laugardaginn er það svo Ístöltið - þær Myrkva og Berglind Rós virðast ná saman í samstilltan dúett svo þær stefna ákveðið að keppni í unglingaflokki...., ég hlakka til að verja degi í náttúrufegurðinni við Eiðavatn og horfa á góða hesta þeysast um ísilagt vatnið - það er ævintýraleg blanda...  Um kvöldið verður svo hátíð, það hefur aldrei verið leiðinlegt að skemmta sér með hestamönnum svo það verður örugglega punkturinn yfir i - ið á góðum degi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun um helgina.

Dandý (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

Hey mamma.. ef þú mögulega getur skemmtu þér þá fyrir mig líka á uppskeruhátíðinni...

Kannski er ég að biðja um mikið, enda segir þú að ég sé svo klikkuð þegar ég er að djamma =) hehe.. en þú reynir allavega =)

Guðbjörg Anna , 20.2.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Afskaplega er mikið gaman hjá ykkur þarna fyrir austan !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband