Leita í fréttum mbl.is

Menntun er það sem lífið snýst um....

Í dag var verið að vinna að menntastefnu Fljótsdalshéraðs, ég var bara með í tvo tíma því samviskan var að naga mig - ekki er hægt að svíkja lærdómsþyrsta stærðfræðinema dag eftir dag ekki einu sinni í þágu menntastefnu..... Þessi vinna er afar spennandi en krefjandi, að þurfa að rökstyðja hvert orð sem maður segir, hafandi afar gaman af því að segja mörg orð, reynir á.....Joyful

Svo fór ég á kynningu á sameiginlegri framtíðarsýn Sambands sveitarfélaga, Skólastjórafélagsins og Kennarasambandsins um grunnskólann.  Frábær vinna og fín kynning - vonandi verður þessi fína framtíðarsýn að veruleika, þá eru íslenskir grunnskólar, nemendur og kennarar í góðum málum.

Í allri þessari menntaumræðu erum við mikið að tala um samstarf heimila og skóla, mér finnst aðeins gæta vonleysis í þeirri umræðu, kennarar svolítið búnir að gefa önnum kafna foreldra upp á bátinn og foreldrar ekki alltaf nógu hressir með skólann...., ég held að þarna gæti ákveðins misskilnings.  Það vilja allir foreldrar að börnin þeirra hegði sér vel og læri mikið í skólanum en vilja jafnframt að skólarnir sinni englabossunum þeirra vel, auðveldi þeim námið og leiðbeini þeim með samskipti.  Vantar ekki fyrst og fremst skýra verka- og ábyrgðaskiptingu.  Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi en skólinn á skipulagningu náms???  Allavega megum við ekki gefast upp - þetta samstarf á jafnréttisgrundvelli getur skipt sköpum fyrir farsæla skólagöngu barns....

En núna ætla ég að fara að hitta gefandi konur og spjalla við þær í svona klukkutíma, vonandi get ég verið svolítið gefandi líka...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Foreldrastarfið er svo mikilvægt og það er nauðsynlegt að tengsl foreldra og skóla séu jákvæð og góð.  Mér fannst svo gott sem fyrrum framkvæmdstjóri Heimilis og skóla sagði "Þú ert kannski ekki alltaf ánægð með skólann en í návist barna þinna skaltu tala um hann eins og tengdamömmu þína. Þú ert kannski ekki alltaf sammála tengdamömmu en mundu að hún er amma barnanna þinn."

Mér fannst alveg nauðsynlegt að taka þátt í foreldrastarfinu þegar dætur mínar voru á Hallormsstað og það er líka svo góður vettvangur til að kynnast foreldrum annara barna og efla þannig gott net í kringum börnin. Veitir nú ekki af því á þessum síðustu og verstu.

Minni þig á skemmtilegrakvennahádegisverðinn á Nielsen  sjáumst.

Er svo ekki stelpukvöld hjá þér á morgun? Mæti með popp og kók

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband