24.12.2007 | 09:20
Jólin eru að koma....
Sit hér við eldhúsborðið mitt og blogga á tölvu lögfræðinemans, því mín er lokuð inni hjá henni og hennar fjölskyldu og maður dirfist nú ekki að vekja neinn á aðfangadagsmorgun...
Nú er aldursskiptingin þannig í minni fjölskyldu að enginn er yfirspenntur svo af verði svefntruflanir samt fá allir í skóinn sem hér sofa. stóra mamman fékk tónlist í sinn rauða lakkskó, flestir aðrir fá náttföt og/eða nærföt - Kertasníkir hefur valið þannig gjafir í skóinn handa þessu fólki í mörg ár.
Hér í eldhúsinu er yndælisilmur af rjúpum og hangikjöti, hvorutveggja var matreitt í nótt, það tilheyrir að vaka frameftir og brasa við jólamatinn á Þorláksmessunótt...
Það verða hvít jól hér á Fljótsdalshéraði, það er fagurt út að líta, jólasnjórinn fegrar trjágróðurinn óneitanlega þó mér hafi líkað vel að geta auðveldlega komist allra minna ferða án hættu á dettingum og næstum dettingum í öðru hverju skrefi.
Ég hugsa oft til þess á þessum morgni ársins hversu sorglegt er að hér í okkar ríka landi eru því miður fjölskyldur sem líða skort og líður illa á jólum. Það geta auðvitað verið aðstæður sem valda sorg og vanlíðan á öllum heimilum svo sem ástvinamissir, skilnaðir og fleira en því miður eru manngerðar aðstæður líka til, það hlýtur að vera okkar mikilvægasta hlutverk að hlúa að börnum og fjölskyldum þeirra, þar þarf að vinna af alúð og með hverri fjölskyldu til að hún smám saman verði sjálfbjarga, stolt og glöð.
Framundan hjá mér í dag er hvers kyns sérviska eins og að heimsækja ákveðna gamla vini, skipta á rúmum, elda grjónagrautinn og stinga í hann möndlu og fleiri skemmtilegheit.
En kæru vinir ég óska ykkur og ykkar fólki gleðiríkrar jólahátíðar, megi þessi ljóssins hátíð færa ykkur frið og gleði.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendi ykkur í Kelduskógunum óskir um friðsæl, falleg og gleðileg jól. Sjáumst kátar í skóginum á gamlárskvöld, ef ekki fyrr.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 14:56
Gleðileg jól kæra Nína og bestu kveðjur til ykkar allra.
Þóra Björk
Þóra Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 15:30
Gleðilega hátíð
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.12.2007 kl. 11:33
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Benedikt V. Warén, 25.12.2007 kl. 14:59
Innilegar jólakveðjur til þín og barnanna Nína mín. Ég hugsa líka hlýtt til afans á bænum sem ég vissi ekki að þannig væri komið fyrir. Hafið það öll sem best og njótið samverunnar.
Sissa og fjölskylda
Sigþrúður Harðardóttir, 26.12.2007 kl. 00:56
Gleðileg jól elsku Jónína.
Ég þarf að fara að læra af þér að elda rjúpurnar á þorlák. Hjá mér er Aðfangadagur og jóladagur einna annasömustu daga ársins.Ég lagði af stað kl 11:00 á aðfangadag inn í leikskóla þar aðstoðaði ég jólasveina við að koma sér af stað með pakka til barna bæjarins. Siður sem verið hefur síðastliðin 30 ár á Seyðis og má ekki klikka því þá verða margar litlar sálir sorgmæddar. Síðan var haldið beint í grjónagraut til Ásdísar og Bergs ( fékk ekki möndluna frekar en fyrri daginn). Eftir það var farið heim og byrjað að telda rjúpurnar, Síðan var ég mætt í kirjukórinn á slaginu 16:45 Búin að elda og allt klárt.
Jólamessan var mjög hátíðleg og að henni lokinni þá voru jólin komin.
En mikið held ég að það mindi vera léttara að vera búin að elda á þorlák.
Kveðja til allra
Gulla
Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.