Leita í fréttum mbl.is

Aldursskeið

Ýmislegt er í gangi á aðventunni í minni litlu fjölskyldu.  Við reynum að heimsækja lasinn afa á sjúkrahúsið af og til, afinn á þessum bæ er með heilastarfssemi og húmor í fínu lagi, en var snögglega kippt úr allri líkamlegri virkni fyrir tæpum tveimur árum þegar hann fékk heilablóðfall og síðan krabbamein í lunga með stuttu millibili. Hann er á sjúkrahúsinu hér á Egilsstöðum og það er afar vel um hann hugsað en það hlýtur að vera einkennilegt að vera bundinn við einn sjúkragang eftir áratuga frjálsræði gangandi, ríðandi og akandi, en hann tekur örlögum sínum af miklu æðruleysi.

Í kvöld er gelgjan mín 12 ára svo með partý, 10 krakkar fæddir 1995 eru inni í herbergi að horfa á mynd, borða snakk og drekka gos, verið er að undirbúa pakkaleik og gleðin er við völd - en undirbúningurinn er búinn að vera dramatískur, 12 ára stelpur eru kapítuli út af fyrir sig, dramadrottningar, gelgjur, hormónaboltar - öll þessi hugtök eiga vel við, þegar misskilningur og ofsögð orð valda dramaköstum og geðsveiflum ógurlegum...

Og svo er það dótturdóttirin sem elskar athyglina sem hún fær og hoppar á milli manna til að baða sig í sviðsljósinu sem allra mest og best, eina mínútuna á mamma að gera allt þá næstu amma...

Svona hefur hvert aldursskeið sinn sjarma og sína vankanta..., held samt að tæplega fimmtugar konur séu á góðu aldursskeiði...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Ha, tæplega fimmtugar - getur það verið, vorum við ekki 25 í gær?

Guðrún Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband