Leita í fréttum mbl.is

Feministi eða ekki???

Hef upp á siðkastið velt mikið fyrir mér hvað það sé í raun að vera feministi..., ég hef alltaf talið mig feminista, en sennilega er ég það ekki í raun. 

Umræður um titla eins og ráðherra og jólasveina, skemmtilegt að tala um þessa aðila í sömu setningunni..., hafa vakið furðu mína, ég skil alveg með hausnum um hvað málið snýst, en hjartað segir mér að þessi hugtakanotkun sé ekki það sem málið snýst um til að ná fram jafnrétti í raun.

Ég er mjög ánægð með að vera kona, mér finnst það hlutverk skemmtilegt, mér fannst frábært að fæða börn, vera með þau á brjósti, vera hluti af mæðgum og ömmumæðgum, vera vinkona og ástkona, ganga í kjól og rauðum lakkskóm, mála mig, vera á kafi í pólitík, finnast stærðfræði skemmtileg, vilja gjarnan ráða þar sem ég er og svo framvegis... ég vil fá að vera ég og vera ánægð með það...

Það er nefnilega þetta með sjálfstraustið sem er lykilatriði í jafnréttinu, það að trúa því að maður geti breytt heiminum með orðum sínum og gjörðum, algerleg burtséð frá kynferði og öðrum breytilegum stærðum. Gamlar hefðir sem tengjast annarri samfélagsgerð en þeirri sem við eigum að venjast hafa, að mínu mati, ekkert með jafnrétti að gera.  Það er allt annað mál hvað við gerum með hugtök sem tengjast samfélagsgerð dagsins í dag, þar er sjálfsagt að hafa stöðugt í huga að nú eru karlar og konur hlið við hlið í öllum störfum og þess á að gæta í hugtakanotkun...., en enn er ég hrædd um að það sé ekki það sem hefur úrslitaáhrif á jafnrétti kynjanna..., ég er aftur á móti sannfærð um að það að ala stelpur upp í þeirri trú  að þær geti allt sem þær ætli sér, styrkja þær og sjálfsmynd þeirra stöðugt, það skili sér í jafnréttisbaráttunni.

Ég er greinilega bullandi feministi, bara öðruvísi ... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Mér finnst þetta eins og svo margt annað sem snýr að feministum komið útí svo miklar öfgar.. mér finnst femínistar eigi bara frekar að kalla sig öfgista.. passar mun betur við þá. Mér finnst ég ekki vera femma mér finst ég frekar vera jafnaðarmanneskja.. það byggi ég á því að ég vil t.d. ná fram jafn miklum rétti karla í sambandi við faðerni og annað slíkt... þessu spá femínistar ekki í vegna þess að þetta snýr að karlmönnum..

En það er eitt sem er víst og það er það að ef það á að fara útí það að breyta hugtakinu ráðherra þá þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og það er ekki gert á einni nóttu.... í stjórnarskránni er á mörgum stöðum talað um ráðherra og það þyrfti því að breyta því öllu. Einnig þyrfti að breyta lögunum um ráðherraábyrgð, sem og lögunum um landsdóm og svo mörgum öðrum lögum..

það er nú einu sinni þannig að ef að í lögum er e-r ákveðin rammi af reglu þá er ráðherra látinn gera reglugerð um nánari útfærslu þeirrar reglu.. það þyrfti þá að fara í ÖLL þau lög þar sem að stendur ráðherra kveður á um það í reglugerð og breyta því eftir því hvort að ráðherran er kona eða karl...

RáðaMENN landsins hljóta að hafa e-ð betra við tímann að gera en a fletta í gegnum allt lagasafnið til að finna orðið ráðherra í lögum, gera svo breytingarfrumvarp að þeim lögum og ræða það 3x á Alþingi til að lögin geti svo tekið gildi aftur... ég bara trúi ekki öðru..

Guðbjörg Anna , 10.12.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Feminismin er ekki einn samfelldur jákór - frekar en jafnaðarstefnan. Feministi þýðir einfaldlega sá eða sú sem berst fyrir réttindum kvenna - en það er svo stór spurning hvaða réttindi kvenna og/eða karla, fólk leggur mesta áherslu á. Ég hef lúmskt gaman af því hvað spurningin um ráðherra vekur mikil viðbrögð, en ef til vill dreifir hún huganum frá því sem máli skiptir. Hinsvegar er það óneitanlega umhugsunarvert hver munurinn er t.d. á starfsheitunum ráðherra og ráðskona...

Guðrún Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Góður vinkill þetta með ráherra og ráðskona.  Ég er í félagsskap sem hefur það að markmiði að breyta merkingu orðsins gleðikona til samræmis við merkingu orðsins gleðimaður.  Okkur langar til að á okkar legsteinum standi: " hér hvílir hin mikla gleðikona...."

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 11:41

4 identicon

Ég hef starfsheitið ritari. Myndi það breyta einhverju ef ég væri dómrita en ekki dómritari

Ég ætla áfram að fá að vera í kjól þegar ég vil, ég vil klæðast bleiku ef mig langar og ég er í buxum ef þannig viðrar. 

Jólasveinn er og verður jólasveinn í mínum huga. Heilladís er heilladís. Örlaganorn er örlaganorn o.s.frv.

En gleðikona er og verður lífsglöð og félagslynd kona rétt eins og gleðimaður.

Ef gleðikona merkir það sama og vændiskona þá spyr ég, hver er gleði þeirrar gleðikonu?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ég gleymi því aldrei þegar ég sagði við einhvern þegar ég var lítil að mamma mín væri gleðikona.. það var horft á mig þvílíkum vorkunnaraugum.. Aumingja barnið er alið upp af vændiskonu.. haha.. mér fannst ekkert athugavert við það að mamma mín væri í gleðikvennafélagi Vallahrepps.. vissi ekki að það væri einhver tengin við það og að vera vændiskona..

Guðbjörg Anna , 11.12.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband