Leita í fréttum mbl.is

Höfuðborg og jólahlaðborð

Hótel mamma og stóra systir á sama fundi og ég - ég varð bara aftur eins og lítil stelpa og lét ábyrgðina á akstri og fundartíma yfir á Helgu systir og mamma minnti mig á lyfin mín og sagði okkur að fara varlega í hvert skipti sem við fórum út úr dyrunum - ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta notalegt - gott að geta einstöku sinnum slakað á og látið aðra hugsa pínulítið um sig. 

En það er líka ótrúlega gott að vera sjálfstæð kona sem lifi lífinu bara á mínum forsendum og barnanna minna þó ég reyni nú að troða ekki öðrum illilega um tær nema þeir séu alvarlega í vegi fyrir mér...

Við systur vorum á skemmtilegu skólaþingi Sambands íslenskra sveitafélaga þar sem ný lagafrumvörp um skólastigin og kennaramenntun voru kynnt - langflest er þar til bóta en auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hefur áhyggjur af þegar verið er að breyta kerfi.

Við skoðuðum auðvitað aðeins jólavarninginn í höfuðborginni og ég var dugleg að kaupa jólagjafir - er búin að kaupa langflestar og pakka mörgum inn, ég elska jólagjafir - ekki síður að velja þær og dunda við að pakka þeim inn en að fá þær...

Ég kom heim um sexleytið og dreif mig í sparifötin og niður á Hótel Hérað í jólahlaðborð með samstarfsfólki mínu í Menntaskólanum, maturinn var góður og félagsskapurinn frábær og ég var södd og sæl þegar ég fór að sofa um miðnættið.

Í dag er ég svo búin að jólast svolítið - hengja upp jólagardínurnar, kveikja á aðventukertinu og dagatalakertinu, taka til í einum skáp og dunda mér... það er óneitanlega notalegt að vita að þó næsta vika verði talsvert annasöm eru rólegheit framundan miðað við það sem verið hefur - sennilega næ ég að njóta þess að skrifa vinum og vandamönnum jólakort þetta árið....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ja, ég ætla rétt að vona að það berist jólakort ,,eystanað" að vanda

Sigþrúður Harðardóttir, 2.12.2007 kl. 22:57

2 identicon

Fékk svona smá sting hérna í útlandinu þegar ég las um ykkur systur mínar að jólast í Reykjavíkinni - fannst að ég hefði átt að vera með með! Annars er þetta ekki fyrsta tilraun mín til að "kommenta" hérna hjá þér, reyndi t.d. ítrekað þegar þú skrifaðir um húsnæðismálin á Íslandi (þar liggur mér mikið á hjarta!), en færslurnar mínar virðast ekki skila sér.  En þar sem ég er ólæknandi bjartsýnismanneskja reyni ég enn einu sinni og trúi því að í þetta sinn hljóti þetta að ganga! Og svo er ég nú líka  búin að vera að jólast og er t.d. langt komin með að kaupa og pakka inn gjöfunum austur til ykkar og nýt þess eins og þú að stússa í þessu, reddar alveg svartasta skammdeginu hjá mér!  Bið annars að heilsa í bæinn hjá þér - ekki síst honum herra ME!!

Hanna Petra (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ja hérna hér.. nú skil ég af hverju þú vildir ekki vera hjá mér.... því þá þarft þú að vera mamman og amman en ekki dóttirin sem stjanað er við... hehe.. Annars er ég með sömu hugsun og þú.. ég get ekki beðið eftir að vera búin í prófunum og fara heim til mömmu og slappa af.. vera dóttirin en ekki mamman.. leyfa ykkur sem ótrauðan áhuga hafið á dóttur minni að leika við hana og slappa ærlega af á meðan.. ég hlakka auðvitað líka mjög mikið til að koma heim og njóta stundanna þegar við erum saman í eldhúsinu að baka með jólatónlist á.. jarðýturnar sem baka hverja kökusortina á fætur annarri og hraðinn er eins og í fjöldaframleiðslubakaríi.. þó eldhúsið verði kannski soltið subbulegt á eftir.. en best er svo þegar við setjust niður eftir púlið og fáum okkur rauðvíns, hvítvíns eða bjórglas fyrir svefninn... ELSKA þessi móment

Guðbjörg Anna , 4.12.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Já jólin eru sko yndisleg - í hvaða hlutverki sem maður er nú - móðir, kona, meyja....

Þú færð jólakortið Sissa mín, Hanna Petra jólapakkana og Guðbjörg Anna afslöppun, bakstursbrjálæði og aðeins áfengi með...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband