21.11.2007 | 23:19
Þakkarvert að hafa heilsu
Ég var lasin á sunnudag og mánudag, það er afar sjaldgæft að ég mæti ekki í vinnu vegna veikinda, en ég treysti mér ekki í vinnuna á mánudaginn, iður mín voru í uppreisnarhug og vældu ámátlega án þess að vilja endilega selja upp eða niður.... Mætti í vinnu í gær - en var hálfræfilsleg, dreif mig samt með félögum mínum í bæjarstjórninni í heimsókn til kollega okkar á Djúpavogi, sá ekki eftir því, það er gaman að koma á Djúpavog, þar eru menn bjartsýnir og stórhuga og sveitafélagið er í bullandi uppsveiflu. Gerði mér grein fyrir því að heilsu var náð þegar ilmandi súpa var á borð borin í Hótel Framtíð, ég var svöng og borðaði með bestu lyst. Í dag dreif ég mig svo í ræktina, vinnuna og á bæjarstjórnarfund þar sem fjárhagsáætlun var til fyrstu umræðu og er ég bara nýkomin heim af maraþonfundi. Tveir ásteitingarsteinar urðu tilefni mikillar umræðu - boðað eignarnám á landi til tjaldstæðisnota og Sláturhúsið, menningarhús. Menn skildu þó glaðir og ljóst er að mikil samstaða er um fjárhagsáætlunargerðina í heild sinni og gleður það mig mjög - þetta er jú frumraun mín sem forsvarsmaður í þessari deild.
Karen Rós litla ömmustelpan mín var hjá okkur um helgina, sannkallaður sólargeisli, á yndislegum aldri þar sem málið þroskast dag frá degi, söngtextar eru að lærast og svo fengum við að upplifa það með henni að bleyjan er að hverfa og klósettferðir voru tíðar - allir sem nýttu snyrtinguna þessa helgi voru "dulleg depa".
Mér líður eins og nýhreinsuðum hundi og man sennilega eftir því í nokkra daga að þakka fyrir að vera hraust og hafa fulla starfsorku. Takk, takk, takk....
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 1893
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hjá þér mín kæra, maður þarf stundum áminningu um það að góð heilsa er ekki sjálfsögð. Við höfum alloft undanfarin tvö ár fengið slíkar áminningar þar sem kærir vinir á besta aldri hafa veikst alvarlega.
Ég hef verið heppin eins og þú, hef verið hraust allt mitt líf í raun og veru. Ég bið Guð að gefa mér góða heilsu lengi enn...en ég mætti vera duglegri að hjálpa honum, t.d. með því að borða hollari mat og hreyfa mig meira. Já, í kvöld ætla ég að lofa honum því að vinna verkið með honum :-)
Rétt hjá þér með aldurinn á snúllunum okkar....nú er allt að gerast. Bleian fór í sumar hjá okkur, söngtextarnir rúlla inn og með hverjum deginum bætast við ný og fjölbreytt orð í orðaforðann. Allt í einu , enn einu sinni á ég krakka en ekki smábarn. Það er gaman en það er líka ótrúlega fljótt að gerast!
Og talandi um krakka. Til hamingju með dúlluna sem varð 23 ára þann 24.nóvember!
Sigþrúður Harðardóttir, 28.11.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.